Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 123
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
llorlinn lieimur
Árið 1900
ínœrmynd
HORFINN HEIMUR
Árið 1900 í nærmynd
Þórunn Valdimarsdóttir
Með því að lesa lands-
málablöð ársins 1900,
endurfann höfundur
fréttalandslag gamla
samfélagsins. Verkið
skiptist í sex hluta: að fá
heiminn í hús sem fjallar
um blaðaútgáfu; „oln-
bogabörn hjá samgöngu-
færunum" um samgöng-
ur og efnisöflun blað-
anna; háski á sjó og landi
um spennufréttir; guð
hjálpar þeim sem hjálp-
ast að um læknavísindi
og líknarmál; kyrrstaða
og framfarir sem er sam-
félagslýsing byggð á
fréttum árins og heims-
mál sem hræra landann
sem greinir heimsmynd
íslensks aldamótafólks.
Þetta er nýstárleg bók,
„micro-sagnfræðileg“
greining og lýsing á einu
ári Islandssögunnar,
árinu 1900. Flugið er
lækkað yfir því ári,
fuglasýn haldið en um
leið litið nær landinu og
fólkinu en venjuleg
sagnfræði gerir. Með
þessu fæst nálæg og
hversdagsleg sýn á alls-
konar mál, stór og smá.
300 bls.
Mál og mynd/
Sögufélagið
ISBN 9979-772-22-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
ÍSLENSKIR SAGN-
FRÆÐINGAR
Seinna bindi
Viðhorf og rannsóknir
Ritstj.: Loftur Guttorms-
son, Páll Björnsson,
Sigrún Pálsdóttir, Sig-
urður Gylfi Magnússon
I þessum seinni hluta rit-
verksins Islenskir sagn-
fræðingar eru nærri 50
greinar um viðfangsefni
íslenskra sagnfræðinga á
20. öld. Ritið skiptist í
þrennt: I fyrsta hluta
verksins er að finna úr-
val af greinum eftir sagn-
fræðinga á tuttugustu
öld um fræðigrein sína. I
öðru lagi eru birtar
fræðilegar sjálfsævisögur
ellefu þekktra núlifandi
sagnfræðinga þar sem
þeir gera grein fyrir
helstu áhrifavöldum í
lífi sínu. Þessi sjálfsævi-
sögubrot lýsa ágætlega
þróun fræðigreinarinnar
á síðustu öld og eru fróð-
leg til samanburðar við
greinarnar í fyrsta hluta
bókarinnar. Loks eru í
ritinu liðlega tuttugu
greinar yngri kynslóðar
sagnfræðinga, það er
þeirra sem hafa verið að
hasla sér völl innan
fræðigreinarinnar á síð-
asta áratug tuttugustu
aldar. Fyrri hluti verks-
ins, stéttartal íslenskra
sagnfræðinga kemur út á
næsta ári.
476 bls.
Mál og mynd
ISBN 9979-772-14-X
Leiðb.verð: 6.200 kr.
JÓELSÆTT l-ll
Guðrún Hafsteinsdóttir
Jóelsætt er rakin frá Jóel
Bergþórssyni (1759-
1829) og Sigríði Guð-
mundsdóttur (1772-
1866) frá Efri-Lækjardal í
Engihlíðarhreppi í A-
Húnavatnssýslu Þau
eignuðust 13 börn og
eignuðust sjö þeirra
afkomendur. Niðjar
þeirra eru nú á sjöunda
þúsund. í bókinni eru
myndir af flestum niðj-
um, auk ljósmynda af
bæjum sem tengjast ætt-
inni.
975 bls.
Mál og mynd
ISBN 9979-772-09-3/-10-7
Leiðb.verð: 16.200 kr.
SEIÐUR LANDS OG
SAGNA
Sunnan jökla
Gísli Sigurðsson
I þessari bók er ofin sam-
an náttúra og saga þess
svæðis sem stundum er
nefnt sunnan jökla. Fjall-
að er um hina mögnuðu
og myndrænu náttúru
austan úr Lóni og vestur
að Markarfljóti, land-
myndun og jarðfræði
útskýrð á aðgengilegan
hátt. Varpað er ljósi á
landskunna sögustaði,
rifjaður upp gangur sög-
unnar, sagnir af einstök-
um mönnum, en kast-
ljósinu einnig beint að
nútímanum. Hundruð
ljósmynda, teikninga og
korta skapa glæsilega
umgjörð um textann svo
úr verður heillandi lista-
verk.
336 bls.
Mál og mynd
ISBN 9979-772-17-4
Leiðb.verð: 9.980 kr.
Tilboðsverð til áramóta:
7.900 kr.
I
121