Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 80
Ljóð
BRAGI
Óðfræðiforrit
Geisladiskur ætlaður á-
hugafólki um kveðskap
og óðlist. Hefðbundnir
bragarhættir eru sýndir í
myndrænu formi, birt
dæmi um einstaka hætti,
þeim lýst og saga þeirra
rakin. A diskinum er
einnig bragfræðihand-
bók og forrit til að skrá
og flokka lausavísur og
ljóð. Með Braga eru stig-
in fýrstu skref til að skrá
skipulega alla íslenska
bragarhætti og gera grein
fýrir sögu þeirra. Diskin-
um fylgir Oðfræðiágrip,
tæpar 50 síður.
Ferskeytlan ehf.
Leiðb.verð: 5.850 kr.
COLD WAS THAT
BEAUTY ...
Samantekt: Helga K.
Einarsdóttir
Þýðing: Bernard
Scudder
íslensk náttúra er við-
( <»lll W.l»i 1
ícelandíc nature poetry i
fe % ff
fangsefni ljóðanna sem
þessi bók geymir. Vetrar-
stormar, sumarnætur,
vorblær og haustmyrkur
setja svip sinn á hugleið-
ingar skáldanna sem
yrkja um átök manns og
náttúru og fegurðina sem
hvarvetna blasir við.
Ljóðin eru eftir flest
helstu skáld Islendinga
fýrr og síðar.
87 bls.
Salka
ISBN 9979-766-68-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
DAGHEIMILI STJARNA
Baldur Óskarsson
Þessi nýjasta bók Bald-
urs ber vitni um vald
hans yfir orðunum. Lát-
laust en litríkt myndmál
fléttast stundum hóf-
stilltri gamansemi. Skýr-
ar náttúrumyndir reyn-
ast oft óræðar og kalla á
nánari skoðun.
122 bls.
Ormstunga
ISBN 9979-63-034-5
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FERJUÞULUR
Upplestur
Valgarður Egilsson les
verk sitt
Hér má heyra músíkalska
hrynjandi tungumálsins,
19 þulur um siglingu ferj-
unnar Akraborgarinnar.
Þulurnar segja frá hvað
fyrir augu ber á leiðinni:
Jökullinn, sagan, fjöllin,
flóinn. (Akurnesingar
sækja þorskinn).
En þar er ekki á vísan að róa
hér við Faxaflóa.
A vísan að róa?
Vísan, eins og tíminn kvað.
Tíminn hann kvað róa
með árum
öldum saman siglir
og líður á bylgjum og bárum.
Sjófugl er í sárum.
Á þessum hljóðdiski
er auk þess Sagan af
Hakanum Hegg, sem
höfundur les einnig.
Söguhetjurnar þar eru:
Hakinn Hegg og Exin Egg
°g Sleggjan Slegg o.fl.
Diskurinn er til sölu í
bókabúðum. Prentaður
texti fylgir.
Smekkleysa
Dreifing: Bjartur
Leiðb.verð: 1.490 kr.
FLUGUR
Jón Thoroddsen
Flugur, fyrsta íslenska
bókin sem einvörðungu
hafði að geyma prósaljóð
kom út árið 1922 og birt-
ist nú íslenskum ljóð-
aunnendum aftur á nýrri
öld. En eins og segir í
inngangi Guðmundar
Andra Thorssonar að
þessari nýju útgáfu:
78