Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 111
Fræði og bækur almenns efnis
Sigmuml Frcud
RITGERÐIR
RITGERÐIR
Sigmund Freud
Þýðing og inngangs-
greinar: Sigurjón
Björnsson
Sex ritgerðir frá 1914-
1924, þegar verulegar
breytingar verða á kenn-
ingum Freuds, veita þær
góða yfirsýn yfir þá
merku þróun. Umfjöllun
um narsisma, masó-
kisma, samsömun og
yfirsjálf, dauðahvöt og
þrískiptingu sálarlífsins
í það, sjálf og yfirsjálf.
Nauðsynlegt rit fyrir þá,
er vilja kynna sér kenn-
ingar Freuds til hlýtar.
Ytarlegur inngangur er
um fræðastörf Freuds á
árunum 1919-1926, og
hverri ritgerð fylgir sér-
stakur inngangur. „Lítil
orðabók með skýring-
um“ er í bókarlok, með
útskýringum á hugtök-
um og fræðiorðum úr
fagorðasafni sálkönnun-
ar. Þýðandinn er virtur
sálfræðingur og stundaði
fjölbreyttar rannsóknir á
fræðasviði sínu sem
fremsti sérfræðingur
landsins í fræðum
Freuds. Ritgerðir er 10.
Sálfræðiritið.
349 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-116-X
Leiðb.verð: 3.490 kr.
S A <; A III'11. A <; R A R Ó \ N V
SAGA HEILAGRAR
ÖNNU
Ritstj.: Kirsten Wolf
I Biblíunni er hvergi
minnst á móður Maríu
meyjar, en í apókrýfu
guðspjalli frá 2. öld er
sögð af henni saga og hún
nefnd Anna. Helgisaga
þessi dreifðist fljótt víða
og jókst að efni. Aukin
Maríudýrkun á hámið-
öldum varpaði ljóma á
móðurina, og í Norður-
Evrópu naut Anna mikill-
ar hylli við lok miðalda.
Saga heilagrar Önnu
er íslensk þýðing á lág-
þýskri gerð helgisagnar-
innar og er hún m.a.
merkileg heimild um
íslenska málsögu. Þýð-
ingin, sem gerð var á
fyrri hluta 16. aldar, hef-
ur varðveist í tveimur
óheilum handritum og er
texti þeirra gefinn út
stafréttur í þessari útgáfu
Bólcabúð Grindavíl
Vfkurbraut 62 ■
Sími 426 8787
240 Grindavík
■ Fax 426 781 I
ásamt lágþýska textan-
um. Þá fylgir útgáfunni
ítarlegur inngangur.
cliv + 166 bls.
Stofhun Árna Magnús-
sonar/Háskólaútgáfan
ISBN 9979-81-978-2
Leiðb.verð: 3.500 kr.
SyVGyV |RR VAN MAC.nl
HEIMSPEKINNAR
„ÞIXKIM.ARÞRÁ
IRCXJilM
MÖNNUM
ÍBLÓÐBORIN**
SAGA HEIMSPEKINNAR
Bryan Magee
Þýðing: Róbert Jack
Rit þeirra sem eru að
byrja að kynna sér heim-
speki eða hafa þegar haft
nokkra nasasjón af fræð-
unum. Bókin varpar ljósi
á helstu viðfangsefni
heimspekinnar, beinir
sjónum að grundvallarat-
riðum í tilveru mannsins
og greinir frá öllum
merkustu heimspeking-
um hins vestræna heims.
Meðal mikilvægra
spurninga þessarar bókar
eru: „Hvað er frjáls
vilji?“ „Er hægt að sanna
tilvist Guðs?“ Hér verður
heimur hugmyndanna
öllum auðskiljanlegur og
líf og starf heimspeking-
anna er sett í skýrt sögu-
legt samhengi.
Ómissandi leiðsögurit
um sögu vestrænnar
hugsunar, prýtt fjölda
mynda.
240 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2209-8
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Samræöur um
trúarbrögðin
SAMRÆÐUR UM
TRÚARBRÖGÐIN
David Hume
Þýðing: Gunnar
Ragnarsson
Inngangur: Páll S. Árdal
Samræður Humes um til-
veru Guðs og eðli og hlut-
verk trúarbragða er eitt
mesta tímamótarit í hug-
myndasögu Vesturlanda,
nákvæm og gagnrýnin
úttekt á því grundvallar-
atriði hefðbundinnar
kristinnar heimsskoðun-
ar - og jafnvel flestrar
almennrar heimsskoðun-
ar til þessa dags - að
heimurinn sé í einhverj-
um skilningi „skipulagð-
ur“. Hume, kunnur fyrir
þekkingarfræði sína, trú-
arheimspeki og siðfræði,
setti fram kenningar sem
gengu þvert á viðteknar
skoðanir og er talinn einn
af frumkvöðlum félags-
vísindanna.
222 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-111-9
Leiðb.verð: 2.390 kr.
Splæs
Dynskálum 22
850 Hella
5. 487-7770 ■ F 487-7771
109