Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 152
Handbækur
bók eru nú um 90.000
flettur og er hún 1900
blaðsíður í tveimur bind-
um, um 600 blaðsíðum
lengri en útgófan frá 1983
sem flestir þekkja. Hér
eru yfir 5000 ný orð frá
fyrri útgáfu, fyllri skýr-
ingar og bætt efnisflokk-
un, en að auki greiðir
breytt uppsetning aðgang
að lýsingu orðanna. Hér
hafa fjölmörg ný sérsvið
verið endurskoðuð og
uppfærð og áhersla er
lögð á orðfæri af dagleg-
um vettvangi á heimili og
vinnustað. í íslenskri
orðabók skynjar notand-
inn samhengið í íslenskri
tungu frá Eddukvæðum
tii tölvutækni. Oskabók
allra sem taia ísiensku.
1893 bls.
Edda - miðlun og útgáfa
ISBN 9979-3-2353-1
Leiðb.verð: 19.980 kr.
Kynningarverð til ára-
móta: 16.980 kr.
ÍSLENSKA VEGA-
HANDBÓKIN
Steindór Steindórsson
Engin íslensk leiðsögu-
bók býður upp á eins
víðtæka fræðslu um land
og sögu. A leið sinni um
landið fær ferðalangur-
inn frásagnir í máli og
myndum um það sem
fyrir augu ber og gildir
þá einu hvort staðirnir
koma fyrir í fornsögum,
þjóðsögum eða sögu síð-
ustu áratuga; sagan er
rakin og sérkennum lýst.
524 bls.
Stöng
ISBN 9979-9529-0-3
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ÍSLENSKUR
JARÐFRÆÐILYKILL
Ari Trausti
Guðmundsson,
Ragnar Th. Sigurðsson
Þegar ferðast er um
Island ber forvitnileg
náttúrufyrirbrigði hvar-
vetna fyrir augu, enda
hefur landið stundum
verið kallað draumaland
jarðfræðingsins. í þessari
fróðlegu og handhægu
bók er lykilhugtökum
íslenskrar jarðfræði
haldið til haga og þau
útskýrð á ljósan og
aðgengilegan hátt. Um
eitt hundrað fyrirbæri
náttúrunnar eru talin
fram í stafrófsröð og
þeim lýst í máli og
myndum. Kjörin hand-
bók á ferðalögum um
landið og gagnlegt upp-
flettirit heima í stofu
þegar jarðfræðileg fyrir-
bæri og hugtök ber á
góma.
243 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2297-7
Leiðb.verð: 4.480 kr.
JAFNVÆGI
N-... HafnjUT fj/ hw Ufi fitmm / JmJmmmp —'
JAFNVÆGI í GEGNUM
ORKUSTÖÐVARNAR
Hagnýtar aðferðir til
að koma lífi þínu í
jafnvægi
Guðjón Bergmann
Bókin á erindi til allra
sem hafa áhuga á að
koma lífi sínu í jafnvægi.
Viltu öðlast hagnýtan
skilning á efnislegu
öryggi, kynorku, líkam-
legri orku, tilfinningaleg-
um tengslum, tjáningu,
sköpun, vitsmunum,
innsæi og andlegri teng-
ingu? Orkustöðvarnar
sýna okkur að allar þess-
ar þarfir þurfa að vera í
jafnvægi til að við getum
uppskorið hamingju og
hugarró. Bók fyrir alla
sem vilja bæta líf sitt.
55 bls.
Guðjón Bergmann
ISBN 9979-9547-0-1
Leiðb.verð: 1.390 kr.
B0KABÚÐ JONASAR sfJ I! iX\i
KONUR OG
KARLMENN
Spakmæli - Tilvitnanir
Bragi Þórðarson valdi
I þessari bók eru nokkur
vel valin orð, viturleg,
fögur og hnittin, um kon-
ur og karlmenn. Hér eru
fleyg orð vísra manna,
gullkorn og önnur spak-
mæli, sem notið hafa
vinsælda og eiga mörg
langa lífdaga að baki.
Hugsunin lifir í meitluð-
um orðum. Vinagjöf sem
ekki gleymist.
59 bls.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-155-3
Leiðb.verð: 1.180 kr.
KORTABÓK ÍSLANDS
Ritstj.: Örn Sigurðsson
Kortabók í mælikvarða
1:300 000 er ný útgáfa
bókar sem fyrst kom út
150