Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 142
endurminningar
Ævisögur og
UR VFRBUÐUM I VIKING
ÚR VERBÚÐUMí
VÍKING VESTAN HAFS
OG AUSTAN
Endurminningar
Fyrra bindi
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson frá
Breiðavík er af vestfirsk-
um ættum bænda og
útróðrarmanna. Hann
missti foreldra sína í
æsku, 11 ára gamall fór
hann í sinn íyrsta róður
og sem unglingur hélt
hann til í verbúðum úr
torfi og grjóti en gólfið
var sandur.
Hann starfaði í rúm-
lega 40 ár hjá Sölumið-
stöð Hraðfrystihúsanna í
Reykjavík, Ameríku og
Evrópu og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörf-
um. Hann vann hjá Cold-
water í Bandaríkjunum á
upphafsárunum þar m.a.
undir stjórn eldhugans
Jóns Gunnarssonar og
var forstjóri Icelandic
Freezing Plants Ltd. í
Grimsby.
Ólafur segir frá þjóð-
kunnum frumherjum í
innsta hring í útgerðar-
og fisksölumálum þjóð-
arinnar og samstarfi sínu
við þá og lýsir útsjónar-
semi þeirra, dugnaði,
áræði og ýmsum öðrum
persónueinkennum.
Hann lýsir ævi sinni
upp á vestfirskan máta,
þar sem hreinskilni og
glettni er aðalsmerki frá-
sagnarinnar.
199 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-05-9
Leiðb.verð: 4.980 kr.
VONIN DEYR ALDREI
Jacqueline Pascarl
Þýðing: Halla
Sverrisdóttir
Kornung lætur Jacquel-
ine Pascarl heillast af
Bahrin sem er af kon-
ungsættum í Malasíu ...
en draumurinn um ást-
ina breytist fyrr en varir í
martröð. I múslímsku
samfélagi ríkja strangar
reglur og þegar eigin-
maðurinn er farinn að
beita hana grimmilegu
ofbeldi er henni nóg boð-
ið. Henni tekst að flýja
með börnin sín tvö og
loks brosir lífið aftur við
henni. En skelfingin er
ekki langt undan ...föð-
urnum tekst að nema
börnin á brott og örvænt-
ingarfull barátta um að
heimta þau aftur ber eng-
an árangur ... Vonin deyr
aldrei er sönn örlagasaga
sem lifir lengi í huga les-
anda.
Jacqueline hefur helg-
að líf sitt baráttunni fyrir
að endurheimta börn sín.
Hún er sérstakur sendi-
fulltrúi CARE Internat-
ional, sem eru ein stærstu
hjálparsamtök heims, og
hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf
sín að mannúðarmálum.
302 bls. auk mynda-
síðna.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-00-9
Leiðb.verð: 4.480 kr.
YFIR DJÚPIÐ BREIÐA
Þóra Snorradóttir
I fjögur ár háði hún
harða baráttu við krabba-
mein og þau átök urðu
tilefni þeirrar sjálfsrýni
og íhugunar sem hún
skráði í þessa bók. Af
fágætri einlægni rekur
hún stormasamt lífs-
hlaup sitt, hvernig hún
reis upp gegn umhverfi
sem henni þótti beita sig
valdi og fór sínar eigin
leiðir. Sú uppreisn
reyndist dýrkeypt og
hafði afdrifarík áhrif á
heilsu hennar og ham-
ingju. Með sögu sinni
vildi hún líka miðla
styrk og kjarki til þeirra
sem eiga eftir að ganga
svipaða sjúkdómsbraut
og hún sjálf, minnug
þess að sá heilbrigði á
sér margar óskir, en sá
sjúki aðeins eina.
140 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2337-X
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Tónspit
HaJharöraut 17
740 M’skaupstaður
S. 477 1580
tonspiC@eCdhom.is
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
www.boksala.is
bók/\l\ /túdei\t\
140