Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 82
Ljóð
Hér ferðast skáldið með
lesendur víða um heim.
Það er lagt af stað innan
úr þröngum firði og út
um álfur og heima og
með í för er meitlað orð-
færi og einstök og heill-
andi sýn á lífið og til-
veruna.
Um 80 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-17-3
Leiðb.verð: 2.480 kr.
ÍSLENSK ÁSTALJÓÐ
Snorri Hjartarson valdi
Öll ljóðin í þessu úrvali
eru listaverk, perlur, sem
aldrei gleymast. Snorri
Hjartarson var einn af
öndvegishöfundum ís-
lenskrar ljóðlistar á tutt-
ugustu öld. Hann var
auk þess einn af hæfustu
listgagnrýnendum lands-
ins. Bókin hefur verið
ófáanleg undanfarin ár.
229 bls.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-012-3
Leiðb.verð: 2.480 kr.
JÓLASVEINARNIR
ÞRETTÁN
DE TRETTEN
JULESVENDE
THE THIRTEEN
CHRISTMAS LADS
Jólasveinavísur
Elsa E. Guðjónsson
Ný aukin útgáfa. Vísur á
íslensku, dönsku og
ensku um íslensku jóla-
sveinana, Grýlu, Leppa-
lúða og jólaköttinn. Bók-
in er öll litprentuð með
sérhönnuðum útsaum-
uðum myndum eftir höf-
undinn. Auk þess eru nú
í bókinni munstur með
litatáknum af öllum jóla-
sveinunum og kynning á
útsaumuðu jólasveina-
dagatali höfundar.
88 bls. 10,5x10,5 cm.
Elsa E. Guðjónsson
ISBN 9979-9202-4-6
Leiðb.verð: 1.300 kr.
JXÓNA FJARSKANS
KONAN HER
nuelsdöttir
KONA FJARSKANS
KONAN HÉR
Norma E. Samúelsdóttir
88 bls.
Norma E. Samúelsdóttir
ISBN 9979-9291-2-X
Leiðb.verð: 1.990 kr.
KONAN
KONAN
Maddama, kerling,
fröken, frú ...
Frumort Ijóð og Ijóða-
lestur ellefu íslenskra
skáldkvenna
Ljóðakver ásamt geisla-
diski sem gefið var út í
tilefni af mynd-og-ljóð-
sýningu í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar á Lista-
hátíð í Reykjavík 2002.
Ellefu íslenskar skáld-
konur ortu ljóð við jafn
margar höggmyndir Sig-
urjóns Ólafssonar, þær
Elísabet Jökulsdóttir,
Fríða Á. Sigurðardóttir,
Guðrún Eva Mínervu-
dóttir, Ingibjörg Haralds-
dóttir, BCristín Ömarsdótt-
ir, Linda Vilhjálmsdóttir,
Margrét Lóa Jónsdóttir,
Sigurbjörg Þrastardóttir,
Vigdís Grímsdóttir, Vil-
borg Dagbjartsdóttir og
Þórunn Valdimarsdóttir.
Geisladiskurinn geymir
upplestur þeirra á ljóðum
sínum og er ljóðakverið
prýtt ljósmyndum af
verkum Sigurjóns.
Fæst hjá Eymundsson-
Pennanum og í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
(s. 553 2906, lso@lso.isI
32 bls., 12xl2cm.
I.istasafn Sigurjóns
Ólafssonar
ISBN 9979-9548-0-9
Leiðb.verð: 1.200 kr.
Einar Már
. Guðmundsson
LJÓD
LJÓÐ 1980-1995
Einar Már
Guðmundsson
Allar fimm ljóðabækur
Einars Más í einni bók.
Hann sló fyrst í gegn sem
Ijóðskáld árið 1980 með
bókunum Er nokkur í
kórónafötum hérinni? og
Sendisveinninn er ein-
mana. Ári síðar kom út
Róhinson Krúsó snýr aft-
ur sem einnig var for-
kunnarvel tekið. Árið
1991 sendi Einar frá sér
ljóðabókina Klettur í hafi
sem var tilnefnd til Is-
lensku bókmenntaverð-
launanna og fjórum árum
síðar I auga óreiðunnar.
Skafti Þ. Halldórsson rit-
ar ítarlegan inngang um
ljóð Einars Más.
336 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2309-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
LJÓÐMÆLI 2
Hallgrímur Pétursson
Margrét Eggertsdóttir,
Kristján Eiríksson og
Svanhildur Óskarsdóttir
önnuðust útgáfuna
80