Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 58
íslensk skáldverk
árin og áhuga höfundar-
ins á högum íslenskrar
alþýðu. Með henni steig
Halldór Laxness á ótví-
ræðan hátt fram sem stór-
skáld. Bókin er nú endur-
útgefin í upprunalegu
bindunum tveimur, Þú
vínviður hreini og Fugl-
inn í fjörunni.
304 og 340 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1381-7/-
1384-1
Leiðb.verð: 3. 980 kr.
hvor bók.
SAMÚEL
Mikael Torfason
Örvæntingarfull leit
Samúels að sjálfum sér,
sannleikanum og guði
hrekur hann út á ystu
nöf. Hann er auðnulaus
öryrki, íslendingur sem
býr í Danmörku.
Brenglaður hugur hans
horfir á heiminn frá
þröngum sjónarhóli,
hann er utangarðsmaður
í margs konar skilningi,
haldinn ofsóknaræði og
botnlausum ranghug-
myndum um samskipti
fólks, ást og kynlíf.
Samúel er ný skáld-
saga eftir einn kraftmesta
og frumlegasta höfund-
inn í íslenskum sam-
tímabókmenntum.
Sprengikraftur, gálga-
húmor og miskunnar-
leysi einkenna þessa sér-
stæðu sögu. Viðfangsefn-
ið er ögrandi og löngu
tímabært; þjóðernis-
hyggja, kynþáttafordóm-
ar og sjálfsmynd útlend-
ingsins.
Síðasta bók Mikaels,
Heimsins heimskasti
pabbi, var tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og
Menningarverðlauna DV.
228 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-03-3
Leiðb.verð: 3.980 kr.
*******
halldok c
laxnbss
f í'V'/XÍH 0
IaXNF.Ss
1 : Wfstátt fón
SJÁLFSTÆTT FÓLK l-ll
Halldór Laxness
Sjálfstætt fólk er saga
einyrkjans Bjarts í Sum-
arhúsum sem berst
harðri baráttu við sjálfan
sig, fjölskyldu sína, vald-
hafana og jafnvel höfuð-
Bókabúð Grindavíl
Víkurbraut 62 ■
Sími 426 8787
240 Grindavík
■ Fax 426 781 1
skepnurnar. Þessi stór-
brotna saga telst nú til
mestu dýrgripa í sagna-
skáldskap Islendinga.
Sjálfstætt fólk er nú gefin
út í tveimur bindum,
líkt og í frumútgáfunni
1934-35.
400 og 330 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1376-0
/-1377-9
Leiðb.verð: 3.980 kr.
hvor bók.
SJÖSÖGUR
ÚLFUR HJÖRVAR
SJÖ SÖGUR
Úlfur Hjörvar
Hér eru sögur Úlfs loks
fáanlegar á einni bók;
meðal þeirra verðlauna-
sögurnar úr samkeppni
Listahátíðar 1986 og
2000.
102 bls.
Nokkrar konur í
Reykjavík
ISBN 9979-60-794-7
Leiðb.verð: 2.900 kr.
SKÍTADJOBB
Ævar Örn Jósepsson
Maður lætur lífið eftir
fall ofan af hárri íbúða-
blokk. I fyrstu bendir
flest til þess að hann hafi
svipt sig lífi. Lögreglu-
mennirnir Stefán og
Árni mæta á vettvang og
nú hefst glíma við gátu
sem gerist flóknari með
hverjum deginum sem
líður. Mögnuð saga um
glæp, sögð af mikilli
kunnáttu og sprottin úr
íslenskum raunveru-
leika, þar sem freisting-
ar, mannlegur breysk-
leiki og skítaveður setja
mark sitt á fórnarlömbin,
glæpamennina og lög-
reglumennina sem eltast
við þá.
349 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2354-X
Leiðb.verð: kr. 4.490 kr.
SLÓÐIR MANNANNA
Menningarsamtök
Norðlendinga tuttugu
ára, afmælisrit
Hér eru verðlaunaverk
úr árlegum samkeppnum
sem MENOR hefur efnt
til síðan 1989. Meðal
höfunda eru Sigurður
Ingólfsson, Njörður P.
Njarðvík, Hjörtur Páls-
son og Eysteinn Björns-
56