Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 124
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
y*, jíæs>.5iía
ÚjðSÖMÖÖiá'iííiMÖ
SJÓSÓKN OG
SJÁVARFANG
Saga sjávarútvegs
á íslandi
Jón Þ. Þór
Hér er hrundið úr vör
stórvirki í íslenskri út-
gáfusögu sem er 1. bindið
af þremur í Sögu sjávar-
útvegs á Islandi. Ekkert
hefur skipt íslendinga
eins miklu máli og sjávar-
aflinn. Hann hefur gefið
þjóðinni líf en líka krafist
stórra fórna. Vegna hans
löðuðust erlendir sjó-
menn að landinu og
stundum urðu mannvíg
út af fiskinum við Island.
Hér rekur Jón Þ. Þór
þessa sögu og fjallar um
upphaf fiskveiða við
Island, hina áhættusömu
árabátaútgerð og ævin-
týralega öld seglskip-
anna.
Saga sjávarútvegs á
Islandi er glæsilegt tíma-
mótaverk þar sem fer
saman ritsnilld og
afburðaþekking Jóns Þ.
Þór á sögu Islands og
íslendinga.
264 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-01-3
Leiðb.verð: 6.480 Jcr.
VATNSAFLSVIRKJANIR
Á ÍSLANDI
Helgi M. Sigurðsson
Ljósmyndir: Anna Fjóla
Gísladóttir
í norðlægu landi þar sem
lítillar sólar nýtur við og
fátt er um brennanlega
orkugjafa er ómetanlegt
að geta beislað fallvötn
og nýtt raforkuna sem
losnar úr læðingi. Bók
þessi hefst á almennu
yfirliti yfir raforkusögu
Islands. Enn fremur er
fjallað um hvað sé vatns-
aflsvirkjun. Meginhluti
bókarinnar er síðan
umfjöllun um vatnsafls-
virkjanir á Islandi sem
tengdar eru almennings-
veitum. Þær eru 38 tals-
ins og vinna yfir 99% af
beislaðri vatnsorku í
landinu. Að bókinni
stendur Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen hf.
sem á 70 ára afmæli á
árinu 2002.
176 bls.
Mál og mynd/VST
ISBN 9979-772-23-9
Leiðb.verð: 4.480 kr.
PÉTUR
ZOPHONiASSON
m
VIKINGS
LÆKJARÆTTVII
VÍKINGSLÆKJARÆTT
VII. bindi
Nú er, eftir nokkurt hlé,
fram haldið nýrri útgáfu
á þessu merka og mikla
ættfræðiverki. I þessu
bindi er 3. hluti h-liðar
ættarinnar, niðjar Stef-
áns Bjarnasonar, í þess-
ari lotu niðjar Guðmund-
ar Brynjólfssonar á Keld-
um og fyrstu konu hans,
Ingiríðar Árnadóttur.
333 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-518-2
Leiðb.verð: 5.480 lcr.
ÞINGVALLAVATN
Undraheimur í mótun
Ritstj.: Pétur M. Jónas-
son, Páll Hersteinsson
Þingvellir eru meðal
merkustu staða landsins
frá sjónarhóli náttúru-
fræðinnar því að þar er
eitt af sérkennilegustu
vatnasvæðum heims.
Ummerki um flekaskil
milli Evrópu og Ameríku
eru hvergi augljósari og
þar mætast austur og
vestur í gróðri og dýra-
lífi. í þessari glæsilegu
og vönduðu bók segja
fremstu náttúruvísinda-
menn okkar frá mótun
svæðisins, jarðfræði,
veðurfari, gróðri og dýra-
lífi, enda er Þingvalla-
vatn og umhverfi þess
nú eitthvert best kann-
aða vistkerfi heimsins.
Loks er fjallað um vernd-
un Þingvalla og Þing-
vallavatns. Bókina prýð-
ir mikill fjöldi ljós-
mynda, skýringarmynda
og korta.
303 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2285-3
Leiðb.verð: 9.990 kr.
rrrnim- Bókabúð Andvésar
Kirkjubraut 54 • 300 Akranes • Sími 431 1855
122