Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 60
íslensk skáldverk
son. Slóðir mannanna
geymir ómetanlegan fjár-
sjóð smásagna og ljóða.
164 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9468-9-X
Leiðb.verð: 3.900 kr.
SÓLAR SAGA
Sigurbjörg Þrastardóttir
Ung íslensk kona verður
fyrir hrottafenginni lík-
amsárás í fegurstu borg. I
stað þess að flýja heim í
faðm ástvina sinna ein-
setur hún sér að reyna að
ná aftur áttum - og um
leið sáttum. Hvert eiga
sáttaumleitanir hennar
að beinast og hverjum á
hún að fyrirgefa? Hún
veit ekki hverjir árásar-
mennirnir eru eða hvar
þeirra er að leita.
Sólar saga er frásögn
stúlku sem ratar í djúpt
myrkur fjarri ástvinum.
Hún miðlar einsemd
sinni, angist og sorg - og
nýjum vonum - til les-
andans í gegnum texta
sem einkennist af ó-
venjulegri og mynd-
rænni sýn. Þessi stílein-
kenni þekkja þeir sem
lesið hafa fyrri verk Sig-
urbjargar Þrastardóttur
en ljóðabækur hennar
Blálogaland (1999) og
Hnattflug (2000) vöktu
verðskuldaða athygli.
Sólar saga er fyrsta
skáldsaga Sigurbjargar
Þrastardóttur sem mark-
ar sér hér nýtt svið með
eftirtektarverðum hætti.
Bókin hlaut Bókmennta-
verðlaun Reykjavíkur-
borgar, sem kennd eru
við Tómas Guðmunds-
son, árið 2002.
232 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-16-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
STOLIÐ FRÁ HÖFUNDI
STAFRÓFSINS
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson sýnir svo
ekki verður um villst í
þessu nýja smásagnasafni
sínu að þetta bókmennta-
form leikur í höndunum
á honum. Hér segir meðal
annars frá dularfullu
skartgripahvarfi hjá frú
Magneu Heiðlóu, æðstu
valdamenn heimsins
koma við sögu og ungur
héraðslæknir grípur til
Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar
Garöarsbraut 9 • 640 Húsavík
S. 464 1234 • husavik@husavik.com
sinna ráða. Sögurnar eru
fjölbreyttar að efni, gam-
an og alvara vegast á og er
óhætt að segja að hér fari
rithöfundurinn Davíð
Oddsson á kostum!
140 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1659-X
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SVEIGUR
Thor Vilhjálmsson
Guðmundur skáldi elst
upp við kröpp kjör en
kemst í vist með munk-
um þar sem hann lærir
til bókar. Fulltíða lendir
hann í slagtogi með
helstu höfðingjum aldar-
innar, þar á meðal Sturlu
Sighvatssyni. Hann lifir
af hina róstursömu tíma
13. aldar og endar ævi
sína nærri valdsmönn-
um og höfuðskáldum.
Thor Vilhjálmsson held-
ur hér áfram að lýsa tím-
um sem voru baksvið
verðlaunaskáldsögunnar
Morgunþula í stráum.
Með orðgnótt sinni og
stílgaldri, djúpri innlif-
un og sterkri samúð fær-
ir hann okkur nær tím-
um sem um margt minna
á okkar daga í viðsjám
sínum og heimsendaugg.
220 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2371-X
Leiðb.verð: 4.490 kr.
HALLDORSDOrriR
TAFL
FYRIR
FJÓRA
TAFL FYRIR FJÓRA
Birgitta H. Halldórsdóttir
Anna, ung rannsóknar-
lögreglukona, er send til
smáþorpsins Sandeyrar,
til að ljúka rannsókn á
sviplegu morðmáli. Hún
fer nauðug viljug, því að
einmitt á Sandeyri hafði
hún sjálf orðið fyrir
hrottalegri nauðgun á
unglingsaldri. Málið
virðist liggja ljóst fyrir.
En í Ijós kemur að fátt er
eins og það virðist vera
við fyrstu sýn, undir
sléttu og felldu yfirborði
þorpslífsins krauma lest-
ir og illmennska og sögu-
lok eru óvænt í meira
lagi.
173 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-451-7
Leiðb.verð: 3.780 kr.
58