Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Islenskar barna-og unglingabækur
LJÓSIN í DIMMUBORG
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
í Dimmuborg í Mángalíu
býr Míría með mömmu
sinni. Borgin er heillandi
en samt er eitthvað öðru-
vísi en það á að vera.
Asamt Kraka, uppeldis-
bróður sínum, fer Míría á
stúfana til að komast að
rótum vandans og bönd-
in beinast að víðern-
iskristalnum í Stjörnu-
turninum. Er hann
kannski horfinn? Dular-
fulla kortið og auga fugls-
ins í turninum vísa þeim
á Myrkland - en þora
þau þangað? Ljósin í
Dimmuborg er sjálfstætt
framhald ævintýrabókar-
innar vinsælu, Brúin yfir
Dimmu. Halldór Bald-
ursson myndskreytti.
210 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2363-9
Leiðb.verð: 2.490 kr.
í líf fjörugrar fjölskyldu
og kemur þeim sannar-
lega oft á óvart þau ár
sem hann býr hjá þeim,
eins og segir frá í þessari
lygilegu - en sönnu -
sögu úr Reykjavík sem
Brian Pilkington mynd-
skreytir á sinn einstæða
hátt.
26 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2335-3
Leiðb.verð: 1.990 kr.
KRAKKAKVÆÐI
Böðvar Guðmundsson
Áslaug Jónsdóttir
myndlýsti
I þessum fjörugu krakka-
kvæðum stíga fram
margar skondnar og
ævintýralegar persónur:
Kóngurinn sem siglir um
á bala í Kínahafi, amman
sem skilur ekki galdur
tölvuleikjanna, köttur-
inn Dröttur, ótal hundar
á hundaþingi og afi hans
Danna sem allt vill
banna. Aslaug Jónsdóttir
eykur við litríkan ævin-
týraheim kvæðanna með
töfrandi myndum.
36 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2340-X
Leiðb.verð: 2.290 kr.
LITABÓK GRALLA
GORMS
Bergljót Arnalds
f þessari litabók er allt
íslenska stafrófið. Hér
geta börnin litað stafina
og myndir sem tengjast
þeim.
32 bls.
Virago
ISBN 9979-9347-8-6
Leiðb.verð: 860 kr.
LITLA LIRFAN LJÓTA
Friðrik Erlingsson
„Einu sinni, fyrir ekki
svo löngu, gerðist lítið
ævintýri á agnarlitlu
laufblaði á ósköp smáu
tré. A þessu agnarlitla
laufblaði var ofurlítil
lirfa sem einmitt þennan
dag var að opna augun í
allra fyrsta sinn. Hún var
svo ósköp smá og fín-
gerð.“
Þessi litla prinsessa í
álögum lendir í ýmsum
ævintýrum í garðinum.
Leiðinleg bjalla agnúast
út í hana. Hún hittir
vinalegan maðk, er lögð í
einelti af suðandi bí-
flugu og gömul grimm
könguló reynir að plata
hana. Eins og þetta sé
ekki nóg, þá er er hún
gripin af þresti sem ætlar
að gefa ungunum sínum
hana ...
Friðrik Erlingsson
skrifar söguna af litlu
lirfunni ljótu. Friðrik er
þekktastur fyrir marg-
verðlaunaða sögu sína
um Benjamín dúfu sem
síðar var gerð kvikmynd
eftir. Bókin er ríkulega
myndskreytt af Gunnari
Karlssyni.
32 bls.
CAOZ
ISBN 9979-60-798-X
Leiðb.verð: 1.990 kr.
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
www.boksala.is
bók/aJ^ /túder\t\