Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 134
Ævisögur og endurminningar
Jóns Baldvins og úr verð-
ur ein eftirminnilegasta
ævisaga síðari ára.
400 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1653-0
Leiðb.verð: 4.990 kr.
(i u ð j ( ') n I i i ð i i ks o n
)ón
Sigúrðsspn
Æ V I 5 A 0 A
JÓN SIGURÐSSON
Ævisaga - fyrra bindi
Guðjón Friðriksson
I þessari miklu ævisögu
er dregin upp lifandi
mynd af manninum Jóni
Sigurðssyni, æsku hans
og uppvexti, ættingjum,
öfundarmönnum og
samherjum, og fjallað er
um hið viðkvæma ástar-
samband Jóns við ná-
frænku sína, Ingibjörgu.
Hér er lýst aðdraganda
þess að Jón dregst inn í
stjórnmálabaráttuna og
sýnt er fram á hversu
mjög hræringar í dönsk-
um stjórnmálum á fyrri
hluta 19. aldar komu þar
við sögu. Margt nýtt
kemur fram um einka-
hagi og hugsanir Jóns og
óhætt er að fullyrða að
höfundur dragi bár upp
fyllri mynd af persónu
Jóns og árdögum ís-
lenskrar sjálfstæðisbar-
áttu en hingað til hefur
þekkst. Guðjón Friðriks-
son sagnfræðingur er
einn vinsælasti rithöf-
undur þjóðarinnar og
hafa ævisögur hans um
Einar Benediktsson og
Jónas frá Hriflu hleypt
nýju lífi í þá bókmennta-
grein.
528 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2359-0
Leiðb.verð: 5.990 kr.
KK
Þangað sem vindurinn
blæs
Einar Kárason
Kristján Kristjánsson hóf
lífsgöngu sína vestanhafs
í öryggi bandaríska
draumsins sem á endan-
um varð að martröð. Á
íslandi náði tónlistin tök-
um á honum en þar blasti
við ungum drengnum nýr
veruleiki, taumlaust
ffelsi en einnig skugga-
hliðar þess. Kristján hélt
utan ásamt konu sinni og
á erlendri grund átti hann
eftir að bragða á mörgu af
því óvenjulegasta sem líf-
ið hefur upp á að bjóða.
Það er hraður og þéttur
taktur í frásögninni og
liðnir tímar lifna við í
meðförum Einars Kára-
sonar. Geisladiskur með
fjórum gömlum blúslög-
um fylgir bókinni.
244 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1656-5
Leiðb.verð: 4.990 kr.
KOSS GÖTUNNAR
Elín Arnardóttir
Bókin hefur að geyma
opinskáar frásagnir ein-
staklinga og aðstandanda
þeirra, einstaklinga sem
náð hafa bata eftir að
hafa verið fastir í viðjum
áfengis- og vímuefna-
fíknar. Bókin er hvatning
til þeirra sem enn þjást,
að gefast ekki upp. Hún
er hvatning til foreldra
að fjárfesta í tíma með
börnunum sínum. Hún
er einnig viðvörun til
unglinga um að byrja
aldrei að nota vímuefni.
Þekkir þú einhvern
sem þessar frásagnir eiga
við? Þessi bók á erindi til
þín.
144 bls.
Samhjálp
ISBN 9979-9022-1-3
Leiðb.verð: 3.290 kr.
LANDNEMINN MIKLI
Saga Stephans G.
Stephanssonar
Viðar Hreinsson
Landneminn mikli er
ævisaga Stephans G.
Stephanssonar. Stephan
er án efa þekktastur
íslenskra vesturfara,
skáldmæltur norðlensk-
ur bóndasonur sem varð
þátttakandi í ævintýra-
legustu fólksflutningum
síðari tíma, landnámi
Norður-Ameríku.
í bókinni er fjallað um
æskuár Stephans í
132
Skagafirði og Bárðardal,
ferð hans og fjölskyld-
unnar til Bandaríkjanna
og landnámsárin í Wis-
consin, Dakota og Al-
berta í Kanada. Verkið
gefur einstaka innsýn í
líf og örlög íslenskrar
alþýðu á nítjándu öld en
er jafnframt heillandi
saga af böldnum sveita-
strák sem varð höfuð-
skáld Vestur-íslendinga
og jafnframt eitt öndveg-
isskálda á íslenska
tungu.
450 bls.
Bjartur
ISBN 997-774-21-5
Leiðb.verð: 4.880 kr.
LÁNSAMUR
GEORGÍ B B S T
LÁNSAMUR
George Best
Þýðing: Orri Harðarson