Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 36
Þýddar barna- og unglingabækur
Francesca Simon
ur fyrirheit. Uppátæki
Skúla eru engu lík, hann
er sannkallaður skelfir -
en hann heillar alla
krakka þótt fæstir gangi
nú eins langt og hann!
Þetta er önnur tókin
um Skúla skelfi. Oborg-
anleg skemmtun fyrir
krakka 5-9 ára.
„Þig verkjar í magann
af hlátri.“ Independent
on Sunday
96 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-06-8
Leiðb.verð: 980 kr.
Spæjarafélagið I
DULARFULLAR
VÍSBENDINGAR
Fiona Kelly
Þýðing: Anna María
Hilmarsdóttir
Halla Adams er 15 ára.
Ekkert heillar hana
meira en ráðgátur og dul-
arfullir atburðir. Hún
stofnar Spæjarafélagið og
Tinna og Linda ganga til
liðs við hana. Þegar þær
rekast á vísbendingar um
glötuð verðmæti lenda
þær í ævintýri sem er þó
rammasta alvara. Hver
eru leyndarmál Davíðs,
Bernharðs, Rúriks og
Hvítklæddu konunnarl
Spæjarafélagið kemst á
slóðina sem vörðuð er
leyndardómum, hættum
og tvísýnu!
152 bls.
Æskan
ISBN 9979-767-17-0
Leiðb.verð: 2.280 kr.
STELPUR í STUÐI
Jacqueline Wilson
Þýðing: Þórey
Friðbjörnsdóttir
Stundum er erfitt að lúta
aga foreldra og koma
heim klukkan níu á
kvöldin! Sérstaklega þeg-
ar eitthvað spennandi og
stórkostlegt er í uppsigl-
ingu. Það finnst Ellie að
minnsta kosti ... og þegar
flottur gæi verður skot-
inn í HENNI - en hvorki
hinni æðislegu Mögdu
né svölu og svartklæddu
Nadine - verður hún að
grípa til sinna ráða!
Leiftrandi fyndin og
raunsönn bók um ung-
lingsstelpur, en áður eru
komnar út eftir sama höf-
und Stelpur í strákaleit
og Stelpur í stressi sem
fengu frábærar viðtökur
íslenskra lesenda. Bækur
Jacqueline Wilson hafa
selst í milljónum eintaka
og hún hefur hlotið
fjölda verðlauna og við-
urkenninga fyrir verk
sín.
„Höfundurinn hefur
einstakt lag á að segja frá
alvörumálum á gaman-
saman hátt.“ Bookseller
182 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-66-0
Leiðb.verð: 2.480 kr.
vGki:n oiaso.n a.ndfrs jacobsson
SVANUR
með heilabilun
SVANUR MEÐ
HEILABILUN
Sören Olsson og
Anders Jacobsson
Þýðing: Jón Daníelsson
Allt sem er óhugnanlegt,
hættulegt eða vandræða-
legt - allt þess háttar
veldur því að Svanur fær
skyndilega heilabilun,
verður allt í einu núll-
og-nixgæi. Svanur missir
alla hugsun og skilur
ekkert. Þetta getur gerst
hvar sem er, t.d. hjá
tannlækninum, þegar
Svanur er úti að hjóla
eða ætlar að fara í leik-
tæki í tívolí. Þá er gott að
eiga ráðagóða vinkonu,
eins og Soffíu. Húmor og
skemmtilegheit eins og
þau gerast best í bókun-
um um Svan.
139 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-536-0
Leiðb.verð: 2.480 kr.
SVONA GELTIR
HVOLPURINN
Hljóðbók
Þýðing: Hlynur Örn
Þórisson
Hefur þú heyrt hvolp
gelta? I hvert skipti sem
hvolpurinn geltir í þess-
ari skemmtilegu og
myndskreyttu bók með
litmynd á hverri síðu,
skaltu hrista hana og
hlusta.
Setberg
ISBN 9979-52-271-2
Leiðb.verð: 850 kr.
SVONA KVAKAR
GÆSIN
Hljóðbók
Þýðing: Hlynur Örn
Þórisson
Hefur þú heyrt gæsir
kvaka? I hvert skipti sem
gæsirnar kvaka í þessari
litmyndaskreyttu bók
skaltu hrista hana og
hlusta.
Setberg
ISBN 9979-52-270-4
Leiðb.verð: 850 kr.
34