Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 128
Ævisögur og
á konum. í metsölubók-
inni Eyðimerkurblóminu
lýsti hún með ógleyman-
legum hætti uppvexti
sínum meðal hirðingja í
Sómalíu.
Waris flúði heimkynni
sín en hún gleymdi
aldrei landinu og sið-
menningunni sem mót-
aði hana. Þessi heimur
hungurs og ofbeldis, þar
sem raddir kvenna eru
kæfðar, kostaði hana
næstum lífið en gerði
hana um leið sterka og
sjálfstæða konu.
í þessari nýju bók seg-
ir hún frá því þegar hún
snýr heim að nýju, leitar
upprunans og hittir
móður sína, föður og það
fólk sem hún ólst upp
með.
„Einlæg og heiðarleg
eins og Eyðimerkurblóm-
ið.“ Brigitte
„Einstaklega spenn-
andi bók.“ Spiegel
192 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-07-6
Leiðb.verð: 3.980 kr.
endurminningar
FÁTÆKT FÓLK
Tryggvi Emilsson
Sönn örlagasaga Tryggva
Emilssonar frá uppvaxt-
arárum hans á Akureyri
og í sveitum Eyjafjarðar í
byrjun 20. aldar. Sjaldan
hefur ævikjörum barns
og unglings verið betur
lýst. Sagan er öðrum
þræði tilfinningarík
harmsaga, en hún er
einnig saga um hamingju
og fegurð lífsins og nátt-
úrunnar. Endurútgáfa
þessarar vinsælu bókar.
222 bls., kilja.
Skerpla ehf.
ISBN 9979-9505-5-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir
‘Trrí íslandi
til Vesturíieims
Saqa SumarliSa Sumarliðasonar
tjullsmiðs frá SfJey
FRÁ ÍSLANDI TIL
VESTURHEIMS
Saga Sumarliða
Sumarliðasonar
Hulda S. Sigtryggsdóttir
Sumarliði Sumarliðason
(1833-1925) frá Æðey við
ísafjarðardjúp, æskuvin-
ur Matthíasar Jochums-
sonar skálds, braust til
mennta af ótrúlegum
dugnaði og lærði gull-
smíði í Kaupmannahöfn.
Kvæntist hann besta
kvenkosti Vestfjarða,
heimasætunni Mörtu í
Vigur, gerðist óðalsbóndi
þar og óþrejúandi fram-
faramaður í öllum grein-
um. Fáir alþýðumenn á
19. öld lifðu jafn við-
burðaríku lífi og Sumar-
liði. Lýst er hvernig hin
glæsta draumsýn í Vigur
hrynur út af alkóhólisma
og lausung, hvernig Sum-
arliði berst við að höndla
hamingjuna á nýjan leik
uns hann, um fimmtugt,
ákveður að flytjast til
Ameríku með þriðju
konu sína og ung börn og
hefja þar nýtt líf. Sagn-
fræðingurinn Hulda Sig-
urborg hefur um árabil
rannsakað ævi Sumar-
liða, byggða á yfirgrips-
miklum dagbókum hans
frá árunum 1851-1914.
M.a. er greint frá afdrif-
um íslensku vesturfar-
anna, daglegu lífi þeirra,
gleði og sorgum, og ekki
síst hvernig þeim vegnaði
í nýja landinu. Frásögnin
er lífleg, grípandi og lýsir
fjölbreyttu mannlífi og
atorkusemi. Nefndir eru
til sögunnar fjölmargir
íslendingar sem bjuggu í
nágrenni við Sumarliða,
lýst hvernig þeir hjálp-
uðu hver öðrum, hvernig
þeir reyndu að halda í
íslenskar siðvenjur en
urðu smám saman að láta
undan áhrifum hins nýja
þjóðfálags. Sumarliði á
fjölda afkomenda hér á
landi og einnig vestan-
hafs. Bókin er mynd-
skreytt og hefur hlotið lof
gagnrýnenda.
...hygg ég að þessi
ævisaga sé meðal hinna
bestu, sem út hafa komið
hér á landi á undanförn-
um árum. Hún er byggð á
traustri og rækilegri
rannsókn fjölbreyttra
heimilda..." Jón Þ. Þór,
Mbl. júlí 2002.
301 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
og Sögufélag
ISBN 9979-66-114-3
Leiðb.verð: 4.490 kr.
PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON
FPÁ
LÍÐhUM
TÍMUM OG
■
FRÁ LIÐNUM TÍMUM
OG LÍÐANDI
Pjetur Hafstein
Lárusson
Fjórir merkir Islending-
ar, Davíð Davíðsson pró-
fessor og hestamaður,
Jóhann Pétursson vita-
vörður og bókasafnari,
Jón frá Pálmholti skáld
og félagsmálafrömuður
og Vilhjálmur Eyjólfsson
bóndi og hreppstjóri
segja frá lífi sínu og við-
horfum til manna og
málefna. Þótt ólíkir séu
eiga þeir það sameigin-
legt að varpa, hver á sinn
hátt, nokkru ljósi á sögu
þjóðarinnar og það að
vera Islendingur fyrr og
nú. Þeir eru sjóðfróðir og
fara á kostum í frásögn-
um sínum. Pjetur Haf-
stein Lárusson rithöf-
undur hefur fært í letur.
189 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-540-9
Leiðb.verð: 3.980 kr.
126