Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 72
Þýdd skáldverk
Helnrich Heine
un.um.
HUGMYNDIR. BÓK LE
GRANDS
Heinrich Heine
Þýðing: Haukur
Hannesson
Hugmyndir. Bók Le
Grands er eitt af lykilrit-
um Heines. Verkið er
margþætt, í senn ástar-
saga, endurminningabók
og stríðsrit sem stefnt er
gegn afturhaldsöflum á
sviði mennta, menningar
og stjórnmála.
Heinrich Heine (1797-
1856) var ekki einungis
afburðagott ljóðskáld,
heldur líka einhver
snjallasti og frumlegasti
lausamálshöfundur sem
Þjóðverjar hafa átt.
126 bls.
Bókaútgáfan Katlagil
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9542-0-5
Leiðb.verð: 2.980 kr.
ELIZABETH
McGREGOR
ÍSBARNID
ÍSBARNIÐ
Elizabeth McGregor
Þýðing: Þórey
Friðbjörnsdóttir
Ung blaðakona fær það
verkefni að rannsaka
hvarf þekkts vísinda-
manns í námunda við
Norðurpólinn. Hún er
ekki ýkja hrifin af verk-
efninu en leiðir þeirra
liggja þó fljótlega saman.
Við það tekur líf ungu
konunnar óvænta stefnu
svo um munar, uns ógæf-
an knýr dyra. tsbarnið er
áhrifamikil skáldsaga,
skrifuð af þekkingu og
ástríðu, sem verður
hverjum lesanda hug-
stæð. Metsölubók um
víða veröld.
457 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1651-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
L’ÉTOILE SANGLANTE
A. Conan Doyle
Teikningar: Croquet
Bonte
Texti á frönsku eða
ensku.
Sherlock Holmes.
Graphic Novel: L’étoile
sanglante. 1. ævintýri
Sherlock Holmes. Dular-
full morðmál eiga sér
stað í Lundúnarborg og
Scotland Yard stendur
ráðþrota gagnvart þess-
um morðmálum þar sem
vinstri hönd er tekin af
öllum fórnarlömbunum
og fær lögreglan Sherlock
Holmes sér til aðstoðar
við að leysa þessi óvenju-
legu morð og berast
böndin að hópi djöfla-
dýrkenda og þarf Sher-
lock Holmes að beita allri
sinni rökhyggju og ráð-
vísi til að ráða og leysa
þessa óhugnalegu flækju.
Upprunalegu ævintýri
Sherlock Holmes eftir A.
Conan Doyle í teikni-
söguformi. Fáðu bókina
senda á netinu til út-
prentunar eða lestrar.
46 bls.
Vefbækur/Géronimo
ISBN 2-87764-981-4
Leiðb.verð: 1.150 kr.
per oi.ov ENgrisr
Líflœknirinn
LÍFLÆKNIRINN
Per-Olov Enquist
Þýðing: Halla
Kjartansdóttir
Struensee gerðist líf-
læknir hins geðsjúka
Danakonungs, Kristjáns
sjöunda, árið 1768. Hann
vann hylli hans og trún-
að en líka hjarta drottn-
ingarinnar, Karólínu
Matthildar, og stýrði rík-
inu að tjaldabaki. Stru-
ensee innleiddi ýmsar
róttækar breytingar en
danski aðallinn brást
ókvæða við. Spennandi
og heillandi söguleg
skáldsaga um ástir og
afbrýði, þar sem söguleg-
ar persónur eru gæddar
lífi og tilfinningum, saga
um það hvernig menn
fara með vald - og
hvernig valdið leikur
menn. Margverðlaunuð
metsölubók í Evrópu.
314 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2299-3
Leiðb.verð: 4.490 kr.
LÍKAMSLEIFAR
Patricia Cornwell
Þýðing: Atli Magnússon
Hér er á ferð enn ný
sakamálasaga eftir kunn-
asta sakamálasagnahöf-
und samtímans. Réttar-
læknirinn Kay Scarpetta
fæst að þessu sinni við
raðmorðingja sem myrð-
ir ung pör, eitt parið á
eftir öðru. Fjögur pör
hafa horfið og finnast
loks á afskekktum stöð-
70