Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 52
íslensk skáldverk
sprottin beint úr íslensk-
um samtíma, og sver sig í
ætt við aðrar Reykjavík-
ursögur Helga sem notið
hafa mikilla vinsælda.
222 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2295-0
Leiðb.verð: 1.599 kr.
MORÐIÐ í ALÞINGIS-
HÚSINU
Stella Blómkvist
Stjórnarandstaðan hefur
krafist umræðu utan
dagskrár á Alþingi vegna
ummæla dómsmálaráð-
herra um nauðsyn þess
að takmarka fjölda
útlendinga sem fái að
setjast að á íslandi. A
áheyrendapöllunum
efna þjóðernissinnar til
uppþota og ung frétta-
kona lætur lífið þegar
hún kastast fram af
áheyrendapöllunum
ofan í þingsalinn. Var
það slys eða morð?
Fjórða bókin um Stellu
Blómkvist, lögmanninn
snjalla og úrræðagóða.
Æsispennandi sakamála-
saga eftir dularfyllsta rit-
höfund landsins.
233 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2370-1
Leiðb.verð: 1.599 kr.
MÝRIN
Arnaldur Indriðason
Roskinn einstæðingur
finnst myrtur í kjallaraí-
búð í Norðurmýri og lög-
reglan stendur frammi
fyrir flóknu og erfiðu
verkefni sem teygir anga
sína víða. Trúverðug og
geysivinsæl saga sem
hlaut Glerlykilinn 2002,
verðlaun sem veitt eru
fyrir bestu glæpasögu
Norðurlanda. Endurút-
gefin í kilju.
280 bls., kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1555-0
Leiðb.verð: 1.599 kr.
NAFNLAUSIR VEGIR
Einar Már
Guðmundsson
Þriðja bókin í hinum vin-
sæla sagnaflokki Einars
Más og fylgir eftir þeim
litríku persónum sem
lesendur þekkja úr met
sölubókunum Fótspoi á
himnum og Draumar á
jörðu. Hér eru einkum
hernáms- og eftirstríðsár-
in í forgrunni, þótt víðar
sé farið í tíma, og úr hin-
um stóra systkinahópi
eru þeir Ivar, náttúru-
lækningafrömuður, og
Ragnar, kommúnisti og
Spánarfari, fyrirferðar-
mestir. Saga einstaklinga
og samfélags fléttast sam-
an í hrífandi þjóðarsögu,
byggð jöfnum höndum á
sögulegum heimildum
og hugarflugi.
240 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2366-3
Leiðb.verð: 4.690 kr.
NAPÓLEONSSKJÖLIN
Arnaldur Indriðason
Gamalt flugvélarbrak
kemur upp úr ísnum í
Vatnajökli og af ókunn-
um ástæðum er banda-
ríski herinn á Miðnes-
heiði settur í viðbragðs-
stöðu. Þegar Kristín, lög-
fræðingur í utanríkis-
ráðuneytinu, tekur að
grafast fyrir um málið er
hún rekin á háskalegan
flótta til að bjarga lífi
sínu. Þessi hörkuspenn-
andi saga hefur nú verið
endurútgefin í kilju.
278 bls., kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1635-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
'V
90 SÝNI - ÚR MINNI
MÍNU
Halldóra Kristín
Thoroddsen
„Líf okkar fer að miklum
hluta fram í vitundinni,
hún breytist dag frá degi,
við fylgjumst spennt með
og viðum að okkur öllu
sem kynni að koma að
gagni. Hér verður ekki
rTTTTTTT^ Bókabúð Andrésar
Kirkjubraut 54 • 300 Akranes • Sími 431 1855
50