Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 90
Fræði og bækur almenns efnis
AÐ ALAST
UPP AFTUR
AÐ ALAST UPP AFTUR
Annast okkur sjálf,
annast börnin okkar
Jean lllsley Clarke,
Connie Dawson
Þýðing: Helga
Ágústsdóttir
Yfirfarið: Sigurður A.
Magnússon
Dr. Sigrún Júlíusdóttir,
fólagsráðgjafi og prófess-
or segir í umsögn sinni:
„Það er fengur að því að
geta bent almenningi
sem leitar aðstoðar í fjöl-
skylduvanda á svo hag-
nýta og jákvæða lesn-
ingu um foreldrahlut-
verkið.“
Bókin hefur hjálpað
þúsundum foreldra.
Ahersla er lögð á að
skilja sjálfan sig betur og
verða betri í að annast
sig. Höfundar bókarinnar
miðla upplýsingum sem
allir uppalendur ættu að
vita um aldur og þroska-
stig barna. Þá er fjallað
um þarfir samsettra fjöl-
skyldna og ættleiddra
barna. f bókinni er
einnig tekið á samskipt-
um para á meðgöngunni,
en einnig þegar kemur
að okkar síðustu ævidög-
um og þeim vaxandi
vanda sem stafar af
ofdekrun barna.
330 bls.
ÓB Ráðgjöf ehf.
ISBN 9979-60-793-9
Leiðb.verð: 4.980 kr.
AFMÆLISRIT
Tll. tlKIDI US
Gijnnari G. Sciiram
sji'vrcci m
20. ihiri vii 2001
AFMÆLISRIT TIL
HEIÐURS GUNNARI G.
SCHRAM SJÖTUGUM
Formaður ritnefndar:
Ármann Snævarr
Gunnar G. Schram, pró-
fessor í lögfræði, hefur
verið mikilvirkur og virt-
Verslunin Sjávarborg
Bókabúðin við Höfnina
Stykkishólmi
Sími: 438 1121
ur á starfsvettvangi sín-
um og dugmikill mál-
svari Islendinga í alþjóð-
legu samstarfi. í afmælis-
ritinu er þrjátíu og ein
ritgerð eftir fræðimenn í
lögfræði um málefni sem
mörg hver eru í brenni-
depli þjóðmálaumræð-
unnar einmitt nú, svo
sem mannréttindi, um-
hverfismál, fiskvernd og
nýting landgæða.
615 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1636-0
Leiðb.verð: 6.990 kr.
ANDVARI2002
Nýr flokkur XLIV
127. ár
Ritstj.: Gunnar
Stefánsson
Aðalgrein Andvara er
langur æviþáttur um
Einar Olgeirsson alþing-
ismann eftir Sigurð
Ragnarsson sagnfræðing.
Hér er æviferill Einars og
pólitískt starf rakið ítar-
lega. Hann fæddist fyrir
réttri öld, var um ára-
tugaskeið einn helsti og
áhrifamesti leiðtogi rót-
tækra sósíalista og lengi
formaður Sósíalista-
flokksins. Annað efni
Andvara er þrjár ritgerð-
ir sem varða ritverk Hall-
dórs Laxness, um
Islandsklukkuna í kirkju-
sögulegu ljósi, um org-
anistann í Atómstöðinni
og um leikgerðir hennar;
einnig er fjallað um
fræðistörf Valtýs Guð-
mundssonar og orðabók-
arstörf Bjargar Þorláks-
dóttur.
Hið íslenska
þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 0258 - 3771
Leiðb.verð: 1.700 kr.
^ ^ ANNALES ISLANDICI P0STERI0RUM SÆCULORUM ANNÁLAR 1400-1800 VIII IIINU ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLACI LYKII.BÓK REYKJAVÍK 3TEINH0LT PREHTSMI JA L. Jt
ANNÁLAR 1400-1800
Lykilbók 2
VIII. og lokabindi
Atriðaskrá, staða-
nafnaskrá, ritaskrá
Einar Arnalds og Eiríkur
Jónsson
Loks, eftir 80 ár, er nú
lokið heildarútgáfu þess-
ara meginheimilda um
íslenska sögu, s.s. aldar-
far, veðráttu, aflabrögð,
náttúruhamfarir, réttar-
far, slysfarir, farsóttir,
embættisveitingar, ættir
og fleira. Með Lykilbók-
um 1 og 2 er nú vand-
ræðalaust unnt að fletta
upp í textaheftum Ann-
88