Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 6
íslenskar barna-og unglingabækur
ýmsar furðuskepnur slást
í för með vinunum.
Hörpu dettur í hug að
safna í dýrindis drauga-
súpu í gamlan pott en
hvar á hún að finna
draug? Hér leikur Sigrún
Eldjárn sér með ævin-
týraminni sem allir
krakkar þekkja í bráð-
skemmtilegri draugasögu
fyrir böm á öllum aldri.
33 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2291-8
Leiðb.verð: 1.990 kr.
DREKASÖGUR
Ólafur Gunnar
Guðlaugsson
Fjórða sagan um Bene-
dikt búálf sem hefur afl-
að sér mikilla vinsælda
hjá börnum á aldrinum
5-10 ára. Hér segir frá
æsispennandi ferð Bene-
dikts, Daða dreka og
mannsbarnsins Arnars
Þórs til drekabyggðar-
innar í gjánni miklu. Þar
kemst Arnar Þór að því
að til eru margs konar
drekar og sumir eru mun
ógnvænlegri en Daði.
44 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2338-8
Leiðb.verð: 2.290 kr.
ENGILL í
VESTURBÆNUM
Kristín Steinsdóttir
Halla Sólveig Þorgeirs-
dóttir myndlýsir
Kristín Steinsdóttir er
þekkt fyrir fjölmargar
barna- og unglingasögur.
Það kveður við nýjan tón
í þessari skemmtilegu
bók sem Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir mynd-
lýsir. í bókinni segir frá
Aski og kynnum hans af
varúlfi, engli, Línu lang-
sokk og fleiri litríkum
persónum — sem allar
búa í blokkinni hans.
Afar skemmtileg og fal-
leg bók.
100 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1642-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
ÉG ER SLANGA
Birgir Jóakimsson
Myndskr.: Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir
Ég er slanga er engin
venjuleg barnabók. Við
sjáum hvað nokkur vel
valin dýr gera og herm-
um síðan eftir þeim. Það
er skemmtilegur leikur
en um leið er kroppur-
inn teygður og styrktur.
24 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-29-0
Leiðb.verð: 980 kr.
FERÐIN TIL SAMIRAKA
Harpa Jónsdóttir
Þessi saga hlaut Islensku
barnabókaverðlaunin
2002. Sigrún sem er
nýflutt til Isafjarðar verð-
ur dag einn fyrir undar-
legri reynslu og hverfur
inn í framandi veröld.
Hún tekur þátt í að
hjálpa fólki sem berst
fyrir frelsi sínu en óvin-
urinn virðist vera að fara
með sigur af hólmi.
Spennandi saga um bar-
áttuna milli góðs og ills.
179 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1643-3
Leiðb.verð: 2.290 kr.
Furðudýr«4l
í islenskum þjóðsögvjp,.. ,
FURÐUDÝR í ÍSLENSK-
UM ÞJÓÐSÖGUM
Endursögn: Björk
Bjarnadóttir
Myndskr.: Guðrún
Tryggvadóttir
Bók sem veitir forvitni-
lega innsýn í sagnaheim-
inn fyrr á tímum þegar
furðuverur leyndust á
landi, í sjó og vötnum.
Landvættir, hafmeyjar,
nykur, Urðarboli, Lagar-
íljótsormurinn og kynleg
skrímsli spretta hér fram
í skemmtilegum endur-
sögnum skreyttum frá-
bærum myndum og stað-
setningarkort gefur hug-
mynd um hvaðan sög-
urnar eru upprunnar.
Bókin er einnig fáanleg á
ensku og þýsku.
45 bls.
Salka
ISBN 9979-766-69-7
Leiðb.verð: 1.980 kr.
GALLSTEINAR AFA
GISSA
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Systkinin Torfi og Gríma
búa á annasömu nútíma-
heimili og finnst sífellt
verið að skipa þeim fyrir.
Þau leita til afa Gissa sem
liggur á spítala eftir gall-
steinaaðgerð. Að venju á
hann ráð undir rifi hverju
- en eru það ráð sem
duga? Er virkilega gagn
að gallsteinum? Að því
komast systkinin von
bráðar og lenda síðan í
ótrúlegum ævintýrum.
Síðasta bók Kristínar
4