Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 41
íslensk skáldverk
kvæmt jafnvægi lífríkis-
ins, uppbyggingu at-
vinnulífs og nýtingu
fiskistofna. Einnig fáan-
leg á ensku.
36 bls.
NASF
ISBN 9979-9318-1-7
Leiðb.verð: 2.390 kr.
DAUÐARÓSIR
Arnaldur Indriðason
Lík ungrar stúlku finnst á
leiði Jóns Sigurðssonar
skömmu eftir hátíðahöld-
in 17. júní. Enginn veit
hver hún er, hvaðan hún
kom eða hvers vegna hún
var myrt. Þessi grípandi
spennusaga Arnaldar
Indriðasonar er endurút-
gefin í kilju.
255 bls., kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1615-8
Leiðb.verð: 1.599 kr.
DÍS
Birna Anna Björnsdóttir,
Oddný Sturludóttir,
Silja Hauksdóttir
Dís vinnur við móttöku á
Hótel Borg, leigir íbúð
við Laugaveginn með
frænku sinni að norðan,
slær sér upp með strák-
um og skemmtir sér með
vinunum. En nú verður
stúlkan að svara því
hvað hún ætli sér þegar
„hún verður stór“. Ný-
stárleg, drepfyndin og
leikandi létt skáldsaga
um lífið é íslandi hér og
nú. Endurútgefin í kilju.
278 bls., kilja.
Forlagið
ISBN 9979-53-435-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
DRAUMAR Á JÖRÐU
Einar Már
Guðmundsson
Hér segir frá þeim minn-
isstæðu persónum sem
kynntar voru til sögunn-
ar í Fótspor á himnum.
Skáldið styðst við sögu-
legar heimildir en fléttar
saman þjóðtrú, ljóðrænar
stemningar og hugarflug
þannig að úr verður hríf-
andi þjóðarsaga. Endur-
útgefin í kilju.
222 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2279-9
Leiðb.verð: 1.599 kr.
EINSGCVAX
l’ÓRARINN ELDJÁRN
EINS OG VAX
Þórarinn Eldjárn
Þórarinn Eldjárn hefur
um árabil verið meðal
fremstu rithöfunda þjóð-
arinnar. Þessar nýju smá-
sögur hans leika á mörk-
um tveggja heima, skáld-
skapar og veruleika, nú-
tíðar og fortíðar, íyndni
og alvöru, undurs og ó-
hugnaðar. Hér er skyggnst
inn í veröld húsbúnaðar,
sagt frá þrívíddartafli,
manni sem snýst gegn
óvinum sínum - hrossun-
um, og íslensku vax-
myndasafni, svo fátt eitt
sé nefnt.
133 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1655-7
Leiðb.verð: 4.290 kr.
EITRUÐ EPLI
Gerður Kristný
Gerður Kristný lýsir
j*l
39
! LAUGAVEGUR18