Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 81
Ljóð
...flugurnar hafa sveim-
að með æ háværara suði
fram á þennan dag, ungt
fólk hefur lesið þessa bók
og hrifist af beittum smá-
myndum Jóns sem lausar
eru við mælgi, tilgerð,
mærð og önnur lýti sem
algeng eru í þessu skáld-
skaparformi."
Skáldinu, Jóni Thor-
oddsen, entist því miður
ekki aldur til frekari
landvinninga á ritvellin-
um, því að hann lést
kornungur, aðeins tutt-
ugu og sex ára gamall, en
fagnaðarefni er að verk
hans lifi áfram með þjóð-
inni.
80 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-65-2
Leiðb.verð: 2.480 kr.
hjörturinn skiptir
UM DVALARSTAÐ
ísak Harðarson
Það eru liðin sjö ár frá því
síðasta ljóðabók ísaks
Harðarsonar kom út og
nú sendir hann frá sér
eina heilsteyptustu bók
sína, sterka bók þar sem
teflt er fram skoðunum
sem ekki er víst að öllum
geðjist að. ísak hefur
óhræddur gengist við því
að yrkja um það stærsta
og mesta. Um manninn í
einsemd sinni, um tengsl
hans við guð, og um guð
sjálfan. Slíkt skáld er
knúið af strekktum vind-
um. Slíkt skáld á erindi
við lesendur sína.
112 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-446-X
Leiðb.verð: 3.680 kr.
ingibjörg haraldsdóttir
hvar sem ég verð
HVAR SEM ÉG VERÐ
Ingibjörg Haraldsdóttir
Nú eru átta ár liðin síðan
Ingibjörg sendi frá sér
ljóðaþókina Höfuð kon-
unnar sem á sínum tíma
hlaut afburða dóma
gagnrýnenda og hlýjar
viðtökur lesenda. f þess-
ari sjöttu ljóðabók Ingi-
bjargar er ort um hverf-
ulleika lífsins, grimmd
þess og óbilgirni, sjálfa
lífshvötina andspænis
tortímingunni og löngu
liðna tíð í miðri þeirri
andrá sem var að líða.
Áhrifamikið og heil-
steypt verk eins af ágæt-
ustu ljóðskáldum okkar.
76 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2329-9
Leiðb.verð: 3.480 kr.
IMBRA
Hákon Aðalsteinsson
Hákon Aðalsteinsson
skáld og skógarbóndi er
löngu kunnur sem einn
okkar besti hagyrðingur,
ljóðskáld og sagnamaður.
Hákon yrkir hnyttnar
vísur um atburði líðandi
Hákon Aðalsteinsson
IMBRA
stundar og spaugileg at-
vik, en alvarlegur tónn er
þó aldrei langt fjarri í
kveðskap hans. Þar
leiftrar kraftmikill og
ósvikinn skáldskapur,
sem snertir lesendur
bóka hans. Áður eru út-
komnar eftir hann sex
bækur, þar af tvær ljóða-
bækur, Bjallkolla 1993
og Oddrún 1995. Báðar
þessar ljóðabækur seld-
ust upp strax eftir út-
komu þeirra. Þekktust
bóka hans er þó sjálfs-
ævisagan „Það var rosa-
legt“, sem Sigurdór Sig-
urdórsson blaðamaður
skráði.
96 bls.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-157-X
Leiðb.verð 2.960 kr.
sigmundur ernir rúnarsson
•5>o
INNBÆR-ÚTLAND
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
79