Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 40
íslensk skáldverk
ALBÚM - SKÁLDSAGA
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Skáldsagan Albúm geym-
ir níutíu og níu myndir
úr lífi ungrar stúlku, frá
barnæsku hennar fram til
fullorðinsára - svarthvít-
ar myndir og í lit, skringi-
legar og skemmtilegar,
hversdagslegar, einkenni-
legar, óvenjulegar og af-
drifaríkar.
112 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-03-7
Leiðb.verð: 1.880 kr.
ATÓMSTÖÐIN
Halldór Laxness
Atómstöðin er sú bók
Nóbelsskáldsins sem
notið hefur hvað mestrar
hylli hér á landi sem
erlendis. Sagan hefur
bæði verið sett á svið og
kvikmynduð.
282 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1257-8
Leiðb.verð: 4.280 kr.
ÁHYGGJUDÚKKUR
Steinar Bragi
Það er bjart yfir Reykja-
vík. Úti snjóar og jólin
nálgast. Við bókabúð
Máls og menningar á
Laugavegi er ys og þys og
fjölmargir nafnkunnir
menn á þönum í misgöf-
ugum erindagjörðum.
Lesandinn slæst í för
með þeim, og öðrum alls
óþekktum, og deilir með
þeim þeirra innstu hugs-
unum. Þessi kraftmikla,
bráðfyndna og djarfa
saga Steinars Braga blæs
sannarlega ferskum
vindum inn í íslenskar
bókmenntir.
250 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-26-6
Leiðb.verð: 3.880 kr.
ÁST 'a
ráuðu ljösi
ST0P
ÁST Á RAUÐU LJÓSI
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ast á rauðu ljósi kom
fyrst út 1960 þegar höf-
undurinn var aðeins tví-
tugur að aldri. Sagan
fjallar um ungt Reykja-
víkurfólk þess tíma,
Maríu Sjöfn, efnilegan
listmálara sem er alin
upp af einstæðri og
óreglusamri móður, og
Þorkel, ungan mann af
efnuðu fólki kominn.
Bæði dreymir þau um að
komast út til listnáms en
ýmis ljón eru á veginum
og þau komast í margs
konar kröggur eins og
vera ber í ástarsögum.
Ást á rauðu ljósi vakti
óhemju athygli og varð
metsölubók, þótti djörf
og skemmtilega skrifuð
og gefa glögga mynd af
lífi æskufólks í höfuð-
borginni þá. Og þegar á
allt er litið er mann-
eskjan líklega alltaf eins
þó umhverfi og viðhorf-
in í kringum hana breyt-
ist. Bókin var ófáanleg
þar til nú í sumar að hún
var loks endurútgefin.
184 bls., kilja.
Sagan
ISBN 9979-60-749-1
Leiðb.verð: 1.630 kr.
BRENNAN OG ÍSIS
Stefnumót í djúpinu
Þór Sigfússon
Myndir: Brian
Pilkington
Lýst er lífsferli hængs og
hrygnu og ferðalagi
þeirra um Atlantshaf,
sem lýkur á heimaslóð-
um í Selá í Vopnafirði.
Bókin er öðruvísi inn-
legg í umræðuna um við-
Hrannarstíg 5 — 350 Grundarfjörður
Sími: 438 6725 - Fax: 438 6502
Netfang: h ran narb@si m net. is
38