Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 120
Fræði og bælcur almenns efnis
ýmsum tímum. Hér
koma við sögu sjómenn,
útvegsmenn, iðnaðar-
menn, bændur, verka-
menn og verkakonur, að
ógleymdum húsfreyjun-
um sem stjórnuðu sumar
hverjar bæði innan
stokks sem utan, svo
dæmi séu nefnd.
112 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-01-6
Leiðb.verð: 1.900 kr.
VITAR Á ÍSLANDI
Leiðarljós á landsins
ströndum 1878-2002
Guðmundur Bernódus-
son, Guðmundur L.
Hafsteinsson, Kristján
Sveinsson
I þessari bók er rakin
saga vitaþjónustu á ís-
landi, en hún hófst þann
1. desember 1878 þegar
tendrað var ljós á fyrsta
vita landsins á Valahnúk
á Reykjanesi. Vitalýsing
var forsenda þess að
unnt væri að halda uppi
siglingum kaupskipa til
Islands að vetrarlagi og
Kaupfélag
Húnvetninga
S. 455-9000 • Fax 455-9001
um langt skeið voru vit-
arnir meðal helstu og
mikilvægustu leiðsögu-
tækja sjófarenda. Vita-
ljósin tengdu Island
traustum böndum við
umheiminn og áttu auk
þess ríkan þátt í að efla
innlendar samgöngur og
atvinnulíf. Vitar risu
hvarvetna á strönd
landsins og hvert og eitt
byggðarlag á sína vita en
þá er líka að finna á eyði-
ströndum og í útskerj-
um. Bókin á því ótvírætt
erindi við allt áhugafólk
um íslenska atvinnu- og
menningarsögu, jafnt í
dreifbýli sem þéttbýli.
Byggingarsaga íslenskra
vita spannar ríflega eina
öld og endurspeglar það
sem hæst hefur borið í
byggingarlist hvers tíma-
skeiðs fyrir sig. Islenskir
vitar voru reistir síðar en
vitar flestra annarra
þjóða og bera margir
þeirra nútímaleg stílein-
kenni sem gerir þá sér-
staka í alþjóðlegu sam-
hengi. Byggingarlist vit-
anna er gerð ítarleg skil í
bókinni sem og þeim
miklu breytingum sem
orðið hafa á ljóstækjum
og annarri vitatækni.
Hátt á fimmta hundrað
ljósmynda og teikninga,
gamalla og nýrra, birtast
í bókinni til prýði og
skilningsauka á tækni og
stíleinkennum íslenskra
vita. Enskir myndatextar
og ítarlegur útdráttur á
ensku er í bókinni.
436 bls.
Siglingastofnun Islands
ISBN 9979-9454-4-3
Leiðb.verð: 7.650 kr.
ÞJÓÐERNI í
ÞÚSUND ÁR?
Ritstj.: Sverrir
Jakobsson
í þessari bók takast ungir
fræðimenn af ýmsum
sviðum hug- og félags-
vísinda á við spurningar
sem tengjast íslensku
þjóðerni og sögu þess.
Meðal þess sem tekið er
til athugunar eru sjálfs-
myndir fyrir daga
nútíma þjóðernishyggju,
mótun þjóðernis og hug-
myndir Islendinga um
stöðu sína meðal þjóða
heimsins. Hverjir til-
heyra hinni íslensku
þjóð og hverjir ekki? Eru
það ef til vill huldufólk
eða vestfirskir sérvitring-
ar sem eru hin eina
sanna íslenska þjóð?
250 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54 521-6
Leiðb.verð: 3.200 kr.
B0KABÚÐ IONASAR sfJ ii Í\\i
ÆVINTÝRI Á FJÖLLUM
Sigrún Júlíusdóttir
Hálendishópurinn er
meðferðarúrræði á veg-
um íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur
og Félagsþjónustunnar í
Reykjavík. Hann er ætl-
aður fyrir unglinga í
vanda á höfuðborgar-
svæðinu þar sem önnur
úrræði hafa ekki borið
árangur sem skyldi.
Þessir unglingar eru
meðal þeirra verst
stöddu í samfélaginu, en
þeir glíma við erfiðar
félagslegar aðstæður,
fjölskylduvanda, röskun
á skólagöngu og margvís-
leg hegðunarvandkvæði
sem tengjast m.a. vímu-
efnaneyslu og afbrotum.
Tilraunin með Hálend-
ishópinn hófst sumarið
1989, þegar farið var
með þessa unglinga í
fyrstu gönguferðina um
óbyggðir Hornstranda.
Ferðin mæltist vel fýrir
meðal unglinga og fag-
fólks og hefur síðan ver-
ið endurtekin reglulega.
Þegar áratugur var að
baki þótti tími til kom-
inn að staldra við og
meta reynsluna og for-
sendur starfsins. Ur varð
rannsóknin sem hér er
kynnt.
176 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-512-7
Leiðb.verð: 2.990 kr.
118