Bókatíðindi - 01.12.2002, Blaðsíða 54
íslensk skáldverk
greint frá þessu innra lífi,
heldur athyglinni beint
að hversdagslegum at-
burðum sem ég get vitn-
að um.“ Þannig ávarpar
Halldóra Kristín Thor-
oddsen lesanda í þessari
stórskemmtilegu bók. I
níutíu örsögum rifjar hún
upp grátbrosleg atvik,
neyðarlegar aðstæður,
fyndin tilsvör, snjallyrði,
tíðaranda, lífsspeki - og í
forgrunni er fjölskylda
hennar, vinir og ýmsir
fylgdarmenn á lífsleið-
inni.
108 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2323-X
Leiðb.verð: 2.990 kr.
NOKKRIR GÓÐIR
DAGAR ÁN GUÐNÝJAR
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson kom
mjög á óvart þegar hann
sendi frá sér smásagna-
safnið Nokkrir góðir dag-
ar án Guðnýjar. Bókin
Kaupfélag
Steingrímsfjarðar
Borgargötu 2
520 Drangsnes
S. 451 3225
náði metsölu hér á landi
og hefur nú verið gefin
út í Þýskalandi við góð-
an orðstír en vikuritið
Weltwoche sagði bókina
„sannkallaðan happa-
fund“. Bráðskemmtileg-
ar sögur sem leyna á sér.
Endurútgefin í kilju.
140 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1624-7
Leiðb.verð: 1.599 kr.
NÆTURSTAÐUR
Sigurður Pálsson
Lesandinn slæst í för
með Reyni sem hefur
dvalið árum saman á
meginlandinu en snýr
nú aftur til bernskuslóð-
anna á norðausturhorn-
inu þar sem hafið ólgar
við strönd, jökulsá bylt-
ist um sanda og draugar
setjast að vegfarendum á
heiðum.
Hann er kominn aftur í
gamla þorpið til að jarða
föður sinn en er á barmi
örvæntingar vegna ótal
óuppgerðra mála úr for-
tíðinni.
í lok sögunnar er hann
ekki samur og í upphafi,
hann veit að það er hægt
að halda áfram. Þetta er
áleitið verk, fullt af lífs-
þrótti, stórbrotnum nátt-
úrulýsingum og sterkum
svipmyndum af fólki.
Höfundur skrifar af ein-
stakri hugkvæmni og
fremur magnaðan stíl-
galdur sem lætur engan
ósnortinn.
Sigurður Pálsson er
kunnur af ljóðagerð
sinni og leikritum, en
hann hefur á undanförn-
um árum einnig vakið
mikla athygli fyrir skáld-
sagnagerð. Þetta er þriðja
skáldsaga hans.
176 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-775-15-7
Leiðb.verð: 3.980 kr.
ÓVINAFAGNAÐUR
Einar Kárason
Þórður kakali situr að
sumbli í Noregi árið
1238 þegar hann fréttir
að faðir hans og hinn
glæsti bróðir, Sturla Sig-
hvatsson, hafi fallið í
fjölmennustu orrustu á
íslandi. Þórður heldur
heirn til að mæta fjend-
um sínum og í hönd fer
æsispennandi atburðarás
þar sem við sögu koma
stoltir höfðingjar, þöglir
vígamenn, stórlátar kon-
ur, flækingshundar og
stríðsþreyttir bændur.
Endurútgefin í kilju.
220 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2301-9
Leiðb.verð: 1.599 kr.
PARADÍSARHEIMT
Halldór Laxness
Paradísarheimt, saga
kotbóndans frá Steinum
undir Steinahlíðum, er
margslungið verk, að
uppistöðu harmsaga en á
yfirborðinu tindrar sagan
af kímni. Bókin hefur nú
verið gefin út í kilju.
239 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1571-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
RAVEN GUNNAR
Terry G. Lacy
Hér er á ferðinni athygl-
isverð skáldsaga í anda
íslendingasagna. Höf-
undur hefur áður fjallað
um ísland og fslendinga
og hlotið góðar móttökur
gagnrýnenda. Að þessu
sinni færir Terry lesand-
52