Úrval - 01.03.1970, Page 40

Úrval - 01.03.1970, Page 40
38 ÚRVAL út og að aðrir fari ekki inn, en þangað eiga lögmæt erindi. Á stóru torgi fyrir utan múrana sér maður hið fjölskrúðuga austur- lenzka götulíf í fjölbreytilegum myndum. f einu skúmaskotinu við múrinn stendur einn af hinum frægu sagnaþulum. Umhverfis hann er fjölmennur áheyrnarhópur. Þetta er gamall maður og hann er blind- ur. Þegar hann brosir skín í langar, heiðgular hrosstennur, og hann er leikinn í þeirri list að teygja sögur sínar á langinn, þannig að þær virð- ast næstum endalausar. Hann er ekki tímabundinn og áheyrendur hans hafa sömuleiðis nægan tíma. Þeir klappa ákaft í hvert skipti, sem hann afhjúpar eitthvert mikilsvert atriði sögu sinnar. Skammt frá honum er svartur karl. Fyrir framan hann eru slöng- ur í lágri körfu. Öðru hverju tek- ur hann einhverja slönguna upp og lætur hana læsa tönnunum í beran handlegg sinn. Það fór hrollur um fólkið, sem á þetta horfði, en mað- urinn bara brosti. Hann segist vera ónæmur fyrir þessu, og segir, að allir geti orðið það! Maður þurfi ekki annað en að taka svolítið af töframeðali, sem hann eigi í fórum sínum, og þá sé maður öruggur gegn bitum þessara baneitruðu skriðkvik- inda, það sem eftir er ævinnar. Jafnskjótt, sem maður er kominn inn fyrir múrinn, sem umkringir „lokuðu borgina“ er maður um- kringdur af konum. Þær eru bæði ungar og gamlar, flestar arabiskar. Á enni þeirra er tattóveraður stimp- ill. Klæðaburður þeirra er furðu- legur. Það sem fyrst og fremst greinir þær frá kynsystrum sínum utan múrsins, og gefur til kynna hve lágur sess þeim er skipaður, er að þær bera ekki slæðu fyrir and- liti. Klæði þeirra eru yfirleitt sam- anstagaðar tuskudruslur úr þunn- um og ómerkilegum efnum, sem oft eru hér um bil gegnsæ. Þetta er ekki ósvipað grímubúningum, sem hvorki fylgja duttlungum Diors eða annars tízkuherra. Þegar komið er inn fyrir múrinn og inn í Bousbir kemur maður á stórt torg, sem er umkringt fagur- lega gerðum bogagöngum í klass- iskum stíl. En það er líka öll sú fegurð, sem þarna er að finna. Nú- tímatækni hefur komið hér nokkuð við sögu og ef til vill ekki í sem ákjósanlegastri mynd. Þarna glym- ur í eyrum tvist og flamenco tón- list, sem óneitanlega stingur í stúf við aðstæður allar og umhverfi. Borgin greinist síðan út frá þessu stóra torgi. Strætin eru mjó og krókótt, og þetta er sannkallað völ- undarhús. Byggingar eru hrörlegar, og ekki allar virðulegar. Daunillt skólpræsi er í miðju hverrar götu. Húsin eru lág og yfir- leitt sambyggð. Konurnar reyna hvað þær geta til að lokka gestina, sem að garði ber, inn í húsin, þar sem á boðstólum er arabiskt te með krossmyntarlaufum, sem þær hafa farið höndu.m um. Svo er manni gefið teið í bolla, sem sannarlega væru þess virði að fara með þá heim og geyma þá sem minjagripi. Konurnar eru aðgangsharðar og samkeppnin milli þeirra er hörð. Þær ráðast á menn og beita öllum hugsanlegum brögðum og ómældri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.