Úrval - 01.03.1970, Side 56

Úrval - 01.03.1970, Side 56
54 ÚRVAL lands. Hann hataði konu sína, og einu sinni þegar hann vildi sýna fyndni sína og kallaði konu sína gæs — en hirðin hló að sjálfsögðu dátt að — fann Katrín að til úr- slita yrði að draga í sambúð þeirra. Og nú hófst sú bylting, sem minnst hefur verið undirbúin allra byltinga. Hún kom jafnvel þeim, sem að henni stóðu, á óvart, en ým- is samverkandi atvik urðu til þess að Katrín og undirtyllur hennar, Orloff-bræðurnir, náðu völdunum, en Pétur keisari týndi bæði kórón- unni og lífinu Nú varð Katrín keisari og Orloff „persónulegur aðstoðarforingi" hennar. Þau skiptu völdunum á milli sín, en Katrín gerði enga und- antekningu hvað bað snerti, að því leyti að stjórnmálin annaðist hún ein, en hann fékk að njóta valda- sælunnar á þann hátt, að hann mátti eyða og svalla eins og hann vildi. Og vilji hans í því efni var mikill. En stjórnmálunum mátti hann ekki koma nærri fremur en hinir tólf friðlar aðrir, sem Katrín hafði. Katrín átti Orloff mikið upp að vinna, því að segja mátti að hún fengi völdin úr hans hendi. Og hún unni þessum svola af öllu hjarta. En honum var annað betur gefið en fara í launkofa með tilfinningar sínar. Hann fór svo hrottalega með drottninguna að öllum ásjáandi, að það vakti óhugnað. Þegar hann var drukkinn — og það var hann að öllum jafnaði — stærði hann sig af því við hvern sem hafa vildi, að hann væri friðill Katrínar og raun- verulega hæstráðandi Rússlands. Og þegar það bar við, að Katrínu var sagt frá þessu, þá hló hún og var ekki annað að sjá en henni þætti heiður að þessu Hún var ævintýramanneskja, eins og skálkurinn Orloff. Það var æv- intýrablóðið í æðum þeirra beggja, sem tengdi þau saman, fífldirfskan, öfgaþorstinn, fyrirlitningin á al- menningsálitinu, hófleysið og ástríð- urnar. í mestu ástarvímunni lét Katrín þó tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur, hvað stjórn- málin snerti. Hún stjórnaði landi og þjóð með snilldarlegri forsjálni og engum leyfðist það að leggja orð í belg. Áræðið var mesti styrkur Orloffs, því að hugmyndaflug hafði hann ekkert né heldur dómgreind eða skilning á framtíðinni. Hann var maður líðandi stundar, naut andar- taksins, og þegar Katrín fæddi hon- um son, steig metnaðurinn honum til höfuðs. Orloff hafði aðrar frillur og fór síður en svo dult með það. Og Katrín hefndi sín stundum með því „að bregða á leik“ með einhverjum friðlinum, sem varð á vegi hennar. Þetta var talin eins konar bending til Orloffs um að ef til vill væri hann ekki eins fastur í sessi og hann vildi vera láta. En Orloff kærði sig kollóttan, þótt Katrín þjónaði öðrum herrum, meðan það hjó ekki nærri valdastöðu hans. f fyrstu var það valdagræðgi og ástríða, en síðar hégómagirnd og kænska, sem laðaði hann að henni. Og ekki má gleyma því, að hún var honum sístreymandi tekjulind. Auk þess, sem hún gaf honum pen- ingagjafir, fékk þann fleiri en eitt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.