Úrval - 01.03.1970, Side 57

Úrval - 01.03.1970, Side 57
ELSKHUGI KATRÍNAR MIKLU 55 og fleiri en tvö feit embætti, sem hann þurfti ekki einu sinni „að standa reikningsskil“ á. Það var sannkölluð ástríða Katr- ínar drottningar að lokka unga menn til fylgilags við sig. En þetta var engan veginn ódýrt gaman hjá henni. Það hefur verið talið, að þetta hafi kostað hana 100 milljón rúblur í beinhörðum peningum. Og Orloff var ekki sá ódýrasti, enda entist hann henni lengst. Orloff átti að vera talsvert bund- inn samkvæmt vilja drottningar. Hann varð að búa í „friðilsíbúð- inni„‘ sem Katrín hafði látið gera í Vetrarhöllinni. Föst dagskrá var honum ákveðin fyrir dag hvern. Klukkan tíu að morgni átti hann að ganga á fund drottningar. Hann varð að aka út með henni, borða með henni, hann mátti aldrei fara út einn og ekki taka á móti heim- sóknum. Og á kvöldin varð hann að fylgja drottningunni til sængur. Þessi tilvera var Orloff ekki að skapi. Hann þverbraut öll boðorð- in — nema það síðasta! Hann fékk nægan tíma til að sinna öðru kven- fólki og þjóra svo ósleitlega, að mönnum blöskraði, og kölluðu Rúss- ar þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum í þann tíð. En þetta hátterni var honum ekki hættulaust. Hann vissi, að ekki þurfti nema bendingu frá Katrínu til þess að dagar hans væru aldir. En hví skyldi hann bera kvíð- boga fyrir morgundeginum. Dagur- inn í dag var honum nóg. Orloff var maður hinnar líðandi stundar. Honum tókst sem sagt að halda draug framtíðarinnar í hæfilegri fjarlægð. Þó leyndist óvissan djúpt í sál hans. Þess vegna spilaði hann djarfar. Katrín var í fyllra mæli herra lífs og dauða en einvalds- herrar nútímans. Einhverju sinni kom lögreglu- stjórinn í St. Pétursborg inn til kaupmanns nokkurs. Lögreglustjór- inn afsakaði sig, — en erindi hans var það, að drottningin hafði kraf- izt að fá kaupmanninn —- útstopp- aðan! Hann yrði að koma með lög- reglustjóranum tafarlaust og láta stoppa sig út. Skjálfandi af hræðslu fór kaupmaðurinn umyrðalaust með lögreglustjóranum. Fyrst drottning- in heimtaði þetta, varð ekki með nokkru móti hjá því komizt. Vilji hennar var lög. Nú bárust boð frá dýragarðinum, þar sem verið var að stoppa kaup- manninn út, fyrirspurn til drottn- irigarinnar, hvort hún vildi láta setja gleraugu í hann. Þá uppgötv- aðist að farið hafði verið nafna- villt. Drottningin kærði sig kollótta um kaupmanninn, en hann hafði heitið sama nafni og eftirlætishund- urinn hennar, Adrjúska, sem hrokk- ið hafði upp af nýlega. Það var hann, sem hún vildi láta stoppa út. Svona var réttarfarið, þar sem Orloff lék sér að eldinum. Án þess að hann hefði hugmynd um var það að þakka andlegu sleni hans og elgeru skeytingarleysi um stjórn- mál og áhugaleysi um völd, að hann hélt stöðu sinni sem „persónulegur aðstoðarforingi" svona lengi og enda þótt har.n launaði milljónirn- ar, sem Katrín jós yfir hann með því að halda hóp af hjákonum beint
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.