Úrval - 01.03.1970, Page 75

Úrval - 01.03.1970, Page 75
LAUMUF ARÞEGl 73 11.500 feta löngu flugbrautar, áður en þær hófu sig til flugs. Við viss- um líka, að þar stönzuðu þær sem allra snöggvast, áður en þeim var snúið við, og svo æddu þær á fullri ferð eftir flugbrautinni og hófu sig á loft, þegar þær voru komnar langt niður eftir henni. Við vorum í skóm með gúmsólum, svo að okkur mundi reynast auðveldara að klifra upp þessi risavöxnu hjól. Og við vorum með kaðla til þess að binda okkur fasta inni í hjólageymslunni. Við höfðum líka troðið baðmull upp í eyrun til varnar hinu æðislega ýlfri þotuhreyflanna fjögurra. Og nú lágum við þarna í einu svitabaði, helteknir ótta, er hinni risavöxnu flugvél var snúið við á enda flug- brautarinnar. Útblástursstrokan bældi grasið allt í kringum okkur. „Við skulum hlaupa núna!“ hróp- aði ég skyndilega til Jorge. Við þutum út á flugbrautina og æddum að hjólunum vinstra megin einmitt á því augnabliki, er flug- vélin var kyrr. Er Jorge tók að klöngrast upp þennan 42 feta háa hjólbarða, sá ég, að það yrði ekki nóg rúm fyrir okkur báða í sömu hjólgeymslunni. „É'g reyni hinum megin!“ hrópaði ég til Jorge og þaut af stað. Ég klöngraðist í flýti upp á hjólin hægra megin. Og mér tókst einhvern veginn að troða mér inn í hjólgeymsluna, með því að sveigja mig eins og slanga. Þar inni var aldimmt. Hjólin tóku samstundis að velta eftir flugbrautinni. Og ég greip um einhvern útbúnað til þess að detta ekki niður um opið. Ær- andi hávaðinn í hreyflunum ætlaði alveg að gera út af við mig. Nú hóf flugvélin sig á loft, og hin risavöxnu, tvöföldu hjól tóku nú að hreyfast hægt í áttina að opi hjólgeymslunnar. Þau voru brenn- andi heit vegna núningsins við flug- takið. Þau fóru nú að mjakast lengra og lengra inn í geymsluna. Ég reyndi að troða mér eins ofar- lega og unnt var, er þau nálguðust mig meira og meira. Svo greip mig örvænting, og ég fór að spyrna í þau með fætinum. En þau þrýstu á móti með ofboðslegum krafti og þrýstu mér ógurlega fast upp að þaki geymslunnar. Einmitt þegar mér fannst sem ég væri að kremj- ast í sundur, hætti þrýstingur hjól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.