Úrval - 01.03.1970, Page 78

Úrval - 01.03.1970, Page 78
76 ÚRVAI. að ég sagði þá við Jorge; „Það er nóg rúm þarna inni fyrir mig.“ Um allt þetta hugsaði ég, er ég lá þarna í myrkri og helkulda í meira en 5 mílna hæð yfir Atlants- hafinu. Nú vorum við bújnir að vera á flugi í um klukkustund, og ég var farinn að verða skrýtinn í höfðinu vegna súrefnisskorts. Voru aðeins nokkrar klukkustundir síðan ég hafði hjólað út á flugvöll með Jorge í ausandi rigningu? Voru að- eins nokkrir tímar, síðan við Jorge höfðum legið í felum í grasinu við flugbrautina? Var Jorge heill á húfi? Og foreldrar mínir? Og María Esther? Ég missti smám saman meðvitund. Sólin reis upp yfir sjóndeildar- hring Atlantshafsins líkt og risastór, gyllt kúla. Og geislar hennar end- urköstuðust af rauðum og silfurlit- um skrokk DC-8 flugvélar frá Iberiaflugfélaginu, er hún flaug inn yfir Atlantshafsströnd hátt uppi yf- ir Portugal. Nú var að draga að lokum hinnar 5563 mílna löngu flugferðar. Vara del Rey höfuffs- maður tók aff lækka flugið og stefndi á Barajasflugvöllinn við Madrid. Hann tilkynnti farþegun- um, að flugvélin lenti í Madrid klukkan 8 f. h. að staðartíma og að veffrið í Madrid væri ágætt, sólskin og þægilegur hiti. Vara del Rey lét hjólin síga nið- ur úr hjólgeymslunum, skömmu eftir að hann flaug yfir Toledo. Þessu fylgdi svolítill hristingur að vanda og nokkrar dýfur, er loft- straumurinn skall skyndilega á hjólunum og vindurinn tók að æða um hjólgeymslurnar með 200 mílna hraða. Nú var flugvélin alveg að komast að flugvellinum. Og svo sá- ust eldglampar og reykur, þegar hjólin skullu á flugbrautinni á 140 mílna hraða á klukkustund. Þetta var alveg fullkomin lend- ing. Flugvélin hoppaði alls ekkert upp og niður. Vara del Rey leit yf- ir öll mælitækin í flýti, áður en hann lagði af stað út úr stjórnklef- anum. Svo steig hann niður í stig- ann, gekk niður þrepin og stanzaði við framenda flugvélarinnar. Hann var að bíða eftir því, að bifreið kæmi til þess að sækja hann og áhöfn hans. Það heyrðist skyndilega mjúkur skellur, er frosinn líkami Armando Socarras datt úr hjólgeymslunni niður á steinsteypta hrautina undir flugvélinni. José Rocha Lorenzana öryggisvörður á flugvellinum kom fyrstur að þessum samanhnipraða líkama. „Þegar ég snerti föt hans, fann ég, að þau voru gaddfrosin og eins og viður viðkomu,“ sagði Rocha. „Hann sagði ekki neitt, heldur heyrðist eitthvert einkenni- legt uml í honum. Það var eins og hann styndi.“ „í fyrstu trúði ég þessu ekki,“ sagði Vara del Rey, „þegar mér var sagt frá Armando. En svo gekk ég yfir til hans, þar sem hann lá á flugbrautinni. Vit hans voru þakin ís, bæði munnur og nef. Og litar- háttur hans . . .“ Hann stóð þarna í sömu sporum og horfði á það, er meðvitundarlaus drengurinn var látinn upp í vörubíl. Og hann taut- aði stöðugt með sjálfum sér; „Ómögulegt! Ómögulegt!“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.