Úrval - 01.03.1970, Side 82

Úrval - 01.03.1970, Side 82
ðö ÚRVAL veg eins slæmt og fyrrgreindur full- trúi vildi vera láta, og margir eru reyndar á þeirri skoðun að sjón- varpið sé unga fólkinu að ýmsu leyti hjálplegt í ástamálum. Þegar biðlarinn á sjónvarpsskerminum hvíslar ástarorðum í eyra elskunnar sinnar, þrýstir biðlarinn heima í stofunni hönd sinnar elskuðu til að gefa í skyn, að hann hugsi hið sama. Hér á landi er þetta nú einnig orðið vandamál dagsins, en kvik- myndirnar og þá einkum þrívídd- armyndirnar hafa undarlega mik- il áhrif á sálir ungmenna og líklega jafnmikil og sjónvarpið, og það er allt að því jafn þægilegt að sitja í rökkvuðu kvikmyndahúsi og vera í stofunni heima hjá sér. Ennfremur má í þessu sambandi nefna veit- inga- og danshúsin, þar sem dægur- lagasöngvarar kyrja þrungin ástar- ljóð. Er þeir syngja um ástina og þrána, horfir herrann við borðið eða á dansgólfinu ákaft í augu stúlkunnar, sem hann þráir. Meira þarf ekki til. Jafnvel þótt tækni nútímans hafi að mestu útrýmt hinum forna ridd- araskap í þessu tilliti, þá gengur unga fólkið samt enn þá í heilagt hjónaband og uppfyllir jörðina eins og áður tíðkaðist. En — að sjálfsögðu mun hinn aldni herramaður, sem um alda- mótin biðlaði til sinnar heittelskuðu nú fitja upp á nefið, er hann sér ungt par þjóta af stað í bifreið eða á skellinöðru. Honum finnst nefni- lega að valstakturinn sé heppilegri fyrir hjlörtun en mótorskellirn'ir. Hann minnist hinna gömlu tíma með trega, er sú heittelskaða sat í sófa og gaf óskir sínar til kynna með því einu að veifa blævæng sínum. Ef hún huldi andlitið með honum, þannig að aðeins sást í augun, þessa feikna dýrmætu gimsteina, þá boð- aði það gott. Ef til vill var hún að leyna því hve mikið hún roðnaði — eða hve lítið hún roðnaði. — Auð- vitað höguðu ekki allar stúlkur sér eins í gamla daga, þær voru jafn misjafnar að gæðum þá og nú. Ef stúlkan færði blævænginn að yör- um sér, þá var ef til vill óhætt að þrýsta kossi á rauðar varirnar, en léti hún smella í blævængnum, þá var venjulega bezt að hypja sig. Skyldi nokkurt par nú á dögum gera sér grein fyrir öllu því, sem unga fólkið sagði með blómum í gamla daga? Eitt blóm er hallaðist eilítið til vinstri þýddi: Þér eruð yndisleg! Til hægri: Ég elska þig! „HvaÖ þér eruö dásamleg,“ segir liann meö blómum sínum. „Þér hafiö ofurlitla von,“ svarar hún á máli blæ- vœngsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.