Úrval - 01.03.1970, Side 89

Úrval - 01.03.1970, Side 89
POPPO 87 g veit ekki, hvers vegna hann tók upp á því að hringja dyrabjöllunni okkar. Og það kom fram síðar, að hann vissi það vart heldur. En ég ýtti samt á hnappinn, sem opnar dyrn- ar niðri og kallaði niður stigann og spurði, hver væri kominn. „Bara ég,“ svaraði fremur dimm drengjarödd. „Það er hann Poppo.“ „Og hver er hann Poppo?“ „Það er ég. Sko, hann Poppo... . Æ, ég skal bara sýna þér, hver Poppo er.“ Og án þess að bíða eftir samþykki mínu, hljóp hann upp stigann í einu hendingskasti og stóð and- spænis mér á stigapallinum. Þetta var tötralegur, lítill strákur í gauð- rifinni, þunnri peysu, stuttbuxum og á skóm með lausum sólum. En það var samt í rauninni ekkert aumkunarvert í fari þessa litla mannlega „rafals". Hann ólgaði all- ur af lífsfjöri og virtist þyrsta í ný ævintýri. „Það var ekkert," sagði hann. „Mig langaði bara að koma inn.“ Hann gekk um íbúðina og skoðaði húsgögn og aðra muni mjög vand- lega. „Ekki vissi ég, að þetta myndi vera svona,“ sagði hann loksins. „Sko, fegnrð er þetta hérna." fig og hún Dottie, eiginkonan mín, áttum brátt eftir að komast að því, að enska málfræðin hans Poppo var furðulegt afbrigði. Foreldrar hans voru frá Puerto Rico og töl- uðu aðeins spænsku, og enskuna sína hafði Poppo svo lært á götunni í ýmsum fátækrahverfum í Brook- lyn, en það eru hvorki beztu né ör- uggustu staðirnir til þess að læra málfræði né annað „Jæja, mér þykir gaman að heyra, að þér geðjast að íbúðinni,“ sagði ég. „Langar þig í eitthvað að borða?“ Hann yppti öxlum. Hann var að- eins sex ára gamall og hlægilega lítill eftir aldri, en hann var stolt- ur. „Langar þig í appelsínusafa?" „Allt í lagi.“ „Og brauðsneið með svínakjöti ofan á?“ „Allt í lagi.“ „Og banana?" „Já, það var allt saman í lagi, hvað það snerti. Þegar ég var bú- inn að troða í hann eins miklum mat og ég áleit óhætt, sátum við þarna andspænis hvor öðrum og horfðum hvor á annan. Ég reyndi að tala við hann og hann svaraði mér að vísu, en þó virtist hann ekki kæra sig um annað en sitja þarna bara kyrr og þegjandi, sitja í þessu „húsi fegurðarinnar". Mér fannst þetta indælt, en þó var það óþægilegt fyrir mig. Ég er rithöf- undur og minn eigin vinnuveitandi að vissu marki. Vinn ég' því oftast heima, en konan mín, hún Dottie, vinnur utan heimilisins. Hún vinn- ur fyrir tímarit. Sg útskýrði það fyrir Poppo að ég yrði að halda áfram að vinna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Þú skalt bara vinna.“ „En hvað ætlar þú að gera?“ „Ekkert. Alveg eins og á undan. Sko, þá hafði ég ekki neitt að gera líka.“ Ég sagði honum, að ég gæti ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.