Úrval - 01.03.1970, Page 92

Úrval - 01.03.1970, Page 92
90 ÚRVAL lífsvenja. Poppo hafði verið þveg- ið, áður en hann kom, og hann var í hreinum fötum. en samt fylgdi þessi lykt honum. Eg setti öll föt- in hans í poka, lét renna í baðker- ið og þvoði honum rækilega. Þegar hann steig fram úr baðkerinu, kom í Ijós snotrasti náungi, með fremur ljósa húð, mjög vel vaxinn, með karlmannlegar axlir. Og þefurinn var horfinn. Þá nótt svaf hann í íbúðinni okk- ar. Hann svaf í herbergi því, sem dótturdóttir okkar sefur í, þegar hún dvelur hjá okkur yfir helgi. Það var í fyrsta skipti sem Poppo hafði komið í náttföt og í fyrsta skipti sem hann hafði sofið einn i rúmi frá því hann var ungbarn. En öll þessi undur og stórmerki voru ekki neitt í samanburði við dásemdirnar, sem biðu hans næsta dag, þegar við gengum út í ferjuna til Skjóleyju eftir þriggja stunda ferð í lest. Hann varð alveg óður af æsingu, um leið og ferjan lagði af stað. Það var æsing lítils drengs, sem hungrar eftir fegurð og kemur nú í fyrsta skipti út úr fátækra- hverfum stórborgarinnar og skynj- ar fegurðina umhverfis sig. Poppo var alveg ör. Hann hrópaði í sífellu upn yfir sig af öllum lífs og sálar kröftum og talaði um hinn dökk- bláa lit hafsins, svífandi mávana og ,,þetta nýja loft“. Þegar hann gekk í land á eyjunni, þagnaði hann, virti fyrir sér höfnina, ströndina og skóginn upp af henni. breiddi út faðminn, sneri sér í ótal hringi og æpti: „Ó, þetta er svo fallegt! Þetta er svo óskaplega fallegt!“ Skjóleyja var sannkallað drauma- land í augum Poppos. Þar þurfti hann ekki að hafa ofan af fyrir sér með því að leika sér að drasli, sem skilið hafði verið eftir á gangstétt- um, tómum kössum eða ryðguðum dýnugormum. Þar þurfti hann ekki að ganga um í skóm með lausum sólum, drekka kaffigutl og borða þurrt brauð í morgunverð og rauð- ar baunir og hrísgrjón í hádegis- mat dag eftir dag. Þarna gat hann klifrað upp í ávaxtatré, hlaupið eftir grænum flötum, tínt ber í skóginum og étið þau, siglt á hrað- bátum, reynt að læra að synda og látið undan löngun sinni til þess að kasta grjóti niðri á auðri strönd- inni. Hann reyndi allt þetta af miklum áhuga. Honum þótti gaman að þessu öllu saman. Honum þótti vænt um alla. Og hann át eins og hestur. Hann þrammaði bara beina leið inn í þessa nýju veröld, líkt og guð hefði opnað hurð og sagt: „Poppo, sko, hérna er ný veröld . . sköpuð handa þér. . . . Gjörðu svo vel!“ Við áttum marga vini, sem eyddu sumrinu eða hluta þess á Skjól- eyju. Poppo kynntist þeim öllum, og hann smeygði sér inn í hjörtu þeirra allra — alveg undantekning- arlaust. Ein vinkona okkar, sem fékkst við barnasálarfræði í New Yorkborg, varð svo hrifin af hon- um, að hún stakk upp á því, að við mynduðum öll sjóð vegna fram- haldsmenntunar hans. Eg hafði sjálfur verið sannfærður um, að þetta var ekki neinn venjulegur, indæll drengur, heldur jafnvel al- veg sérstakur persónuleiki, og þess-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.