Úrval - 01.03.1970, Page 107

Úrval - 01.03.1970, Page 107
POPPO 105 hálsinn á mér og hrópaði: „Ó, Joe, mér þykja svo vænt um þig . . . og ég alltaf vera hjá þér. . . . Alltaf!“ Ég stundi því iíka upp, að mér þætti vænt um hann, losaði heljar- tak hans um háls mér og ieiddi hann heim. „Og við . . . þú . og hún Dottie . . . við verða hamingjusöm . . . alltaf . . . eilífu. . . . Ekki rétt?“ Hann þaut frá mér og klifraði upp rimlagirðinguna og hljóp syngj- andi eftir henni endilangri. HVER HELGI VERÐUR AÐ MIKLU VANDAMÁLI Á Allraheilagamessu datt Poppo í hug, að gaman væri að fara út með bauk og sníkja „aura eða gott“, eins og hann hafði gert í fyrra. Dottie sagði. að hann gæti fengið samskotabauk frá Sameinuðu þjóð- unum, og á honum stæði, að pen- ingarnúr væru handa fátækum börnum í öðrum iöndum. „Það er voða sniðugt," sagði Poppo. „Þá allir gefa fátæku börn- unum . . . en ég eiga bara pening- ana sjálfur.“ Hann var að minnsta kosti hrein- skilinn. Það var ekki von, að Poppo gleymdi öllu fyrra mótlæti tafar- laust, gleymdi skortinum og mis- kunnarleysinu. Viðleitni hans er aðdáunarverð, og honum fer mikið fram í þessum efnum. Eg held, að það sé sönnun þess, að honum þykir vænt um okkur. En helgarnar voru sífellt að verða erfiðara vandamál fyrir okkur, því að þá vill Poppo hitta ættingja sína, og gerir þetta honum erfið- ara fyrir að laga sig að nýja um- hverfinu. Við gætum þess að láta hann hafa nóg fyrir stafni. f dag á hann að hreinsa þrjá glugga og gólfið í anddyrinu og fá heilan doll- ar fyrir. Poppo fannst það stórkostleg hug- mynd að fá tækifæri til þess að vinna sér inn peninga. Og hann hófst handa af kappi. En samt gaf hann sér tíma til þess að spyrja mig, hvort ég myndi fara með hann heim til mömmu síðar um daginn. Þetta var á sunnudegi. Ég neitaði því og sagðist hafa hringt til Maríu og beðið hana um að hringja ekki um þessa helgi, því að þá fengi hann bara heimþrá, og hefði hún lofað því. Ég ákvað að reyna að útskýra þetta vandamál nánar, hvort sem hann myndi skilja það að fullu eða ekki. Ég sagði, að hann yrði að skilja, að sú áætlun hans, að eiga tvær fjölskyldur, væri óframkvæm- anleg. Ég minnti hann á, að hann hefði oft sagt, að hann vildi verða einn af meðlimum fjölskyldu okkar, og þess vegna vildi ég ekki, að hann færi heim til Maríu og systkinanna um hverja helgi eða þau væru sí- fellt að koma hingað heim til okk- ar, því, að þá myndi hann ekki losna við heimþrána, heldur væri þá eins og báðar fjölskyldurnar væru að toga hann í sitt hvora átt- ina. Svo bætti ég við að lokum: „En þú skalt fá að skreppa þangað bráð- um.“ Hann hætti að biðja mig, tók til starfa af fullum krafti að nýju, líkt og hann leitaði sér huggunar í vinnunni. Það virtist sem við Dottie
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.