Úrval - 01.03.1970, Síða 110

Úrval - 01.03.1970, Síða 110
108 ÚRVAL Hún hafði sinn eigin skilning á þessu fyrirbæri. „Sérðu það ekki, Joe, að barninu líður hræðilega?“ Þegar Poppo kom niður næsta morgun, vildi hann engan morgun- verð. Hann hafði oft leikið slíkan leik, þegar hann hélt, að hann kæm- ist þannig hjá því að fara í skól- ann. En það var engin uppgerð í þetta skiptið. Hann talaði rólega og lagði svo af stað í skólann. Hann kvaddi okkur ekki með kossi, eins oe hann hafði þó ætíð gert hingað til. Þegar ég fór út klukkan fjögur til þess að fá mér ferskt loft, stóð Poppo grátandi við girðinguna. Hann sagðist vera með magaverk, en svo leysti hann frá skjóðunni, þegar hann var kominn upp í her- bergið sitt og lagztur fyrir. Hann var að gráta, af því að ég var svo reiður við hann. Eg sagði honum, að mér þætti leitt, hvað gerzt hafði í gærkvöldi og sama gæti hann sjálfsagt sagt. ,,Já, en nú þú verður víst enn meira vondur." Og svo sagði hann mér alla sög- una í smáskömmtum. Hann hafði skrónað í skólanum og ákveðið að striúka heim til mömmu. En hann þorði það ekki, af því að hún hafði sagt við hann einu sinni, að hún tæki ekki við honum, ef hann stryki frá okkur. Hann hafði því reynt að evða tímanum með bví að fara í kvikmyndahús. Og nú tók hann til að gráta aftur „Mamma bín heidur, að þér líði betur hiá okkur. Þess vegna sagði hún þetta við þig.“ „Eg veit það, Joe. En stundum ég bara verð að sjá hana ... Svona var það í dag Eg vildi ekki það koma fyrir.“ „En heldurðu, að þig myndi langa til að strjúka til mömmu þinnar, ef þú værir Josef Berger, yngri?" Eftir langa þögn fékk ég það svar, sem ég átti skilið. „Ég veit það ekki.“ Og ég ekki heldur. Ættingjar Poppos mega hringja og spyrja, hvort þeir megi koma í heimsókn. Kannske leyfi ég honum líka að vera heima hjá sér yfir nótt um næstu helgi, ef hann vill. Kann- ske höfum við þörf fyrir einhvers konar þolraun einmitt núna, svo að binda megi endi á allan þennan rugling og efasemdir. HEIMSÓKN í FÁTÆKRAHVERFIÐ Poppo átti að fá að dvelja yfir nótt heima hjá mömmu sinni. Hann var í sjöunda himni. Við ókum lengi í gegnum fátækrahverfin í Brooklyn. Poppo lék við hvern sinn fingur. Stundum hljóp galsi í hann, og hann fór að láta illa, jafnvel svo að ökumaðurinn varð að hóta að láta hann út, ef hann hætti ekki. Við ókum framhjá risastórum kirkjugarði, og þá upphófust heim- spekilegar hugleiðingar Poppos um dauðann og þá staðreynd, að ég dæi sjálfsagt á undan honum. „En veiztu, hvað gerast fyrst, Joe? Þú hjálpar mér núna, af því þú svo ríkur, en ég ekki, en þegar ég verð stór — mikill læknir — þá ég verð ríkur og þú of gamall til að vinna - aumingja þú — sko, svona.“ Og hann lék fjörgamlan vesaling, sem titraði allur og skalf,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.