Úrval - 01.03.1970, Síða 114

Úrval - 01.03.1970, Síða 114
112 ÚRVAL kannske litla plötuspilarann. Sko, sumar plöturnar eru á spænsku . . . þú ekki skilið spænsku, Joe. ... Sko, mömmu þykir gaman dansa, þegar hún heyra spænska músik.“ Klukkan var ellefu, þegar við fórum út úr herberginu hans. Það var í fyrsta sinn, að hann hafði gleymt að fara með litla loðhund- inn með sér í rúmið. „BLESS“ Poppo var kominn á fætur fyrir klukkan sex næsta morgun. Ég var þá setztur við skriftir. Það var að- eins eitt vandamál eftir. Hann vildi fara einn heim. Hann rataði. Ég þurfti ekki að fylgja honum. „Sko, mamma . . . hún ábyggi- lega segja annars við þig . . . láta Poppo ekki fara frá þér.... Og svo hún talar og talar . . . og svo taka þú mig aftur heim.... En ef þú ekki koma, þá þú ekki geta taka mig aftur með þér heim.“ Það var ekki hægt að fá hann of- an af þessu, svo að ég sagði að lok- um, að ég skyldi senda hann heim í leigubíl, ef hann afhenti henni bréf frá mér. „Á í því að standa . . . þú alls ekki taka mig aftur, þó hún æpa og öskra?“ „Meira en það. Þegar hún hefur látið einhvern þýða það fyrir sig á spænsku, held ég, að hún æpi hvorki né öskri.“ Svo skrifaði ég eftirfarandi bréf og las honum efni þess: „Kæra María! Poppo snýr heim til þín fyrir fullt og allt. Við Dottie elskum hann og eigum erfitt með að sleppa honum. Við munum alltaf elska hann. Við vildum svo gjarnan hafa hann áfram hjá okkur. En nú veit ég, að svo á ekki að verða. Hann hefur reynt af öllum mætti að verða son- ur okkar. En það ert þú, sem hann þarfnast og þráir. Þú verður að skilja, að það er Poppo, sem velur en ekki við. En það er í rauninni ekki um neitt val að ræða. Hann verður að gera þetta. Það er allt og sumt. Hann eignaðist nýtt heim- ih, en hann gat ekki eignazt nýtt hjarta. Ekki get ég ásakað hann fyrir það, öllu fremur elskað hann meira vegna þess og dáðst að hon- um. Ég geri mér grein fyrir því, að hann hefur valið rétt. Þú verður líka að gera það, María. Það, sem hann afsalar sér, afsalar hann sér, vegna þess að hann elskar þig svo heitt. Það er mjög góð ástæða, bezta ástæðan sem til er fyrir ákvörðun þeirri, sem hann, sonur þinn litli, hefur tekið.“ Hann varð þögull, en ánægður, þegar ég hafði lesið bréfið fyrir hann. Hann hafði enga matarlyst. Hann vildi bara komast af stað sem fyrst. Hann minnti mig á lax, sem æðir upp í móti 3traumi, áfjáður að komast aftur í hylinn, sem hann fæddist í. Dottie svaf enn, og ég sagði við Poppo, að það væri bezt að vekja hana ekki. Ég á svolítið betra með að leyna tilfinningum mínum en hún. Poppo sagði við mig: „Viltu kveðja Dottie fyrir mig, Joe?“ „Kveðja? Ég segi henni, að þú heimsækir hana á laugardaginn.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.