Úrval - 01.03.1970, Page 118

Úrval - 01.03.1970, Page 118
116 áfram, en nokkrum mílum síðar varð hann að anda að sér brenni- steinsgufu. Hann tók þá að skjögra, og að lokum hneig hann niður. Norma, eiginkona hans, ók á eftir honum í útilegubíl. „Guð minn góður, þetta eru endalokin!“ hugs- aði hún. Hún gegnvætti föt hans með köldu vatni, nuddaði fætur hans, læri og háls og lagði blautan klút við gagnaugu hans. Og Emmer- ton var risinn á fætur að nýju að þrem mínútum liðnum. „Ég er einn af þessum náungum, sem geta ekki þolað að viðurkenna uppgjöf,“ seg- ir hann. Og hlaupinu lauk hann, þótt það yrði að skera framan af öðrum skónum, til þess að tryggja nógu öra blóðrás. MAÐUR, SEM ÁLITINN ER VERA MEÐ FULLU VITI, HLEYPUR EFTIR DAUÐA- DAL. Þannig hljóðaði fyrirsögn dagblaðsins „Herald Examiner" í Los Angeles. Það hefði varla verið hægt að hugsa sér betri undirbúning undir starf sem víðavangshlaupari á löngum vegalengdum en bernsku Emmertons á hinni hálendu og ógreiðfæru eyju Tasmaníu fyrir suðaustan Ástralíu. Hann byrjaði að hlaupa þar fyrir alvöru, þegar hann var orðinn 17 ára. Eitt hið síðasta, sem faðir hans sagði við hann, áður en hann lézt, var á þá leið, að hann skyldi halda þessu áfram. „Og á vissan hátt hef ég verið að hlaupa fyrir pabba,“ segir Bill. Daginn eftir jarðarförina tók Emmerton þátt í 10 mílna hlaupi og hnekkti eldra meti rækilega, þar eð hann varð 3% mínútum fljótari. „Mér leið svo illa, að mér var alveg ÚRVAL sama, þótt ég dræpi mig á hlaupun- um,“ segir hann. 18 ára að aldri var hann vanur að hlaupa 4 mílna leið heim í há- degismat og tilbaka til verksmiðj- unnar, sem hann vann í. Og hann fékk oftast steik, soðnar gulrætur, hrísgrjón og búðing í hádegismat. Þegar hann var orðinn 25 ára að aldri, skipti hann um starf og fór að vinna hjá vátryggingarfélagi, þar sem hann gat fengið betri tíma til æfinga. Hann átti meðal annars að selja vátryggingar og innheimta iðgjöld. Og hann ók ekki við þessi störf sín, heldur hljóp hann um 15 mílur á degi hverjum . . . þ. e. bara í vinnutímanum. Árið 1952 fékk hann tilboð um að gerast atvinnuhlaupari gegn 1000 dollara greiðslu, og tók hann því. Á árunum 1953—1956 setti hann 40 met á ýmsum vegalengdum, allt frá hálfri mílu upp í 60 mílur. Hann setti nýtt ástralskt met í 30 mílna hlaupi og í maraþonhlaupi. En Per- cy Cerutty, þjálfari Herbs Elliotts, hins fræga ástralska Olympiumet- hafa, lét hann aldrei í friði. Hann sagði við hann æ ofan í æ: „Það er ekki hægt að kalla neinn hlaupara fyrr en hann hefur hlaupið 100 míl- ur á 24 stundum eða skemmri tíma.“ Loks lét Emmerton verða af því árið 1959 að hlaupa 100 mílna vegalengd. Það var frá bænum Launceston til bæjarins Hobarts á Tasmaníu. Hann ýmist hljóp, skokkaði eða dróst áfram þessar 100 mílur og komst í mark eftir 20 klukkustundir og 41 mínútu. Eftir þetta lét hann sér ekki nægja styttri vegalengdir. Hann hljóp 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.