Úrval - 01.03.1970, Side 124

Úrval - 01.03.1970, Side 124
122 ÚRVAL sem lögð var áherzla á sígild mál, sígildar bókmenntir og kristin fræði, og starfað um hríð sem kór- drengur, gerðist hann farandhljóð- færaleikari. Á næsta áratug mótuðust þeir lífshættir hans, sem áttu eftir að verða allsráðandi í öllu hans lífi. Hann starfaði víðs vegar í Thuring- en og lenti oft í deilum við vinnu- veitendur sína, bæði veraldlega sem kirkjunnar menn. Ekki varð skap- hiti hans og þrákelkni til þess að bæta úr, þegar hann átti í slíkum útistöðum. Tónverk hans vöktu litla sem enga athygli. Það var jafn- vel kvartað yfir því við hann, að orgelleikur hans ruglaði söfnuðina með þessum „furðulegu tilbrigðum og óþarfa útflúri“. En Bach hélt áfram að leggja stund á tónverk hinna beztu evrópsku tónskálda, sérstaklega ítalanna Vivaldi og Corelli, en hann dáði þá mjög fyrir það, hversu tónlist þeirra er hrein og tær og laglínan skýrt afmörkuð. Árið 1707 giftist hann frænku sinni, Maríu Barböru Bach, og svo giftist hann aftur, er hún dó. Árið 1708 eienaðist hann hið fyrsta af sínum 20 börnum (en 10 þeirra dóu á barnsaldri). 23 ára að aldri hóf Bach starf við hirð Wilhelms Ernsts hertoga i Weimar sem fiðluleikari og organ- leikari. Þar átti hann velgengni að mæta sem orgelsnillingur í 9 ár samfleytt. Og þar samdi hann fvrstu stórverk sín fyrir það hljóðfæri: Toccötu og Fúgu í D-moll og Passa- cagliu í C-moll. Er orðstír hans tók að breiðast út um Þýzkaland, var honum boðið til ýmissa bæja og kirkna til þess að prófa þar ný orgel. En slíkt gaf alltaf tilefni til veizluhalda og tilþrifamikils hljóð- færaleiks. Louis Marchand, helzti orgelleikari Frakklands, flúði eitt sinn í flýti frá Dresden heldur en að verða við áskorun um að heyja „orgeleinvígi" við Bach. Einn af áheyrendum Bachs lýsir leik hans með þessum orðum: „Þeg- ar hann lék, flugu fætur hans yfir fótstigin, eins og hann hefði vængi, og kraftmiklir tónar dunuðu eins og þrumugnýr um kirkjuna." Bach lýsti sinni eigin tækni af slíkri auð- mýkt, að slíkt kann í raun og veru að hafa verið hæðni: „Maður þarf bara að slá á réttar nótur á réttum tíma, og þá leikur hljóðfærið sjálf- krafa.“ Það var gengið framhjá honum, er skipað var í stöðu hirðhljóm- sveitarstióra í Weimar, og þá hreppti Bach sams konar stöðu hjá Leopold prinsi af Anhalt-Cöthen. Wilhelm hertogi reiddist því svo miög, að Bach skyldi hætta störfum í Weimar, að hann lét setja hann þar í fangelsi, þar sem hann varð að dúsa í heilan mánuð. Bach dvaldi næstu 5 ár í Cöthen. Það •''oru róleg ár, ár mikilla afkasta. Honum gafst tóm til þess að semia þar stórkostleg orgelverk og kammerverk, þar á meðal „Fransk- ar svítur“ fyrir harncichord. tón- verk fyrir cello og fiðlu án undir- leiks og Brandenborgarkonsertana sex. Það dró úr velgengni hans í Cöt- hen, eftir að Leopold prins giftist konu, sem var alls ekkert gefin fyr- ir tónlist. Nú tók Bach mjög mis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.