Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 129

Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 129
LEIÐIN TIL HJARTANS LIGGUR . . . 127 faðminum fara saman öryggis- kennd og fullnæging matarþarfar.“ Máltíðir barnsins fullnægja þann- ig tvöfaldri þörf, líkamlegri og and- legri og koma ekki að tilætluðum notum, nema báðir þessir þættir fari saman. En hvernig rækjum við þetta hlutverk? Þar veltur á ýmsu, eins og gefur að skilja, bæði þegar í hlut eiga hvítvoðungar og eldri börn. Þannig þótti það til skamms tíma sjálf- sagður hlutur, að húsbóndinn fengi bezta bitann af steikinni við mat- borð fjölskyldunnar og jafnvel aukagetu, sem engum öðrum var úthlutað. Þetta mátti ef til vill rétt- læta, þegar matur var af skornum skammti og heimilisfaðirinn stund- aði erfiðisvinnu. En þegar nóg er að bíta og brenna og ekki um lík- amlegt erfiði að ræða, getur þetta leitt af sér heilsuspillandi ofát. Því miður gera alltof fáar húsmæður og eiginkonur sér það ljóst, að með- al vestrænna þjóða stafar nú meiri hætta af ofáti en fæðuskorti. Því mega húsmæður, eiginkonur og mæður, ekki lengur láta úrelt til- finningasjónarmið villa sér sýn, þegar þær matbúa og skammta heimafólki sínu, eiginmönnum og börnum, heldur fara eftir því, sem menn vita nú réttast um samband- ið milli heilsu og næringar. Við verðum að gera okkur það ljóst, að fjöldi fólks veikist af of- áti matvæla einhæfra að efnainni- haldi. Er þar m. a. um að ræða sjúkdóma í maga, þörmum, lifur og gallvegum. Þessir sjúkdómar eiga rætur sínar að rekja til rangrar og of mikillar fæðu. Og þegar þess er gætt, hve algengir þeir eru, verður ekki hjá því komizt að álykta, að meðal velmegunarþjóða sé þýðing- armesta verkefnið í sambandi við heilsuvernd og útrýmingu sjúk- dóma í því fólgið að vinna að end- urbótum á mataræði almennings. Við vitum nú að án fjörefna, efnakljúfa, málmsalta og snefilefna, sem fyrir fáum áratugum voru með öllu óþekkt, getum við ekki haldið heilsu og lífi Af hverju þessara efna þarf líkaminn að fá visst magn í daglegri fæðu. Á hinn bóginn er það kunnugt orðið, að líkaminn þolir ekki, að fæðumagnið, reiknað í hitaeiningum fari mjög hátt, ef hann á að halda fullri heilbrigði og starfsorku. Dýrarannsóknir hafa leitt í ljós, að náttúran hefui búið svo um hnútana, að villt dýr eta ekki yfir sig. Sé þeim boðið eitthvert ljúf- fengt fóður, eta þau ekki meira af því en svo, að hitaeiningaþörfinni sé fullnægt. Sama gildir, ef þeim er gefið fóður sérstaklega auðugt af hitaeiningum, t. d. blandað fitu, þau eta þá bara minna magn en ella. Fái þau hins vegar gróft fóð- ur, sem inniheidur mikið af ómelt- anlegum grófefnum, eta þau meira magn af því, unz þau hafa fengið réttan skammt hitaeininga. Eðlis- hvöt þeirra er þeim öruggur leiðar- steinn, sem menn og mörg húsdýr hafa glatað. f stað hennar verður maðurinn að beita þekkingu sinni og skynsemi til að stilla fæðutekj- unni hóf. Á fáeinum áratugum hafa við- horfin þannig gjörbreytzt. Að vísu ekki gagnvart barninu í vöggunni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.