Goðasteinn - 01.03.1968, Side 17

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 17
heiid, þar sem skýrslur eru þurrar, nema um vísindarit sé að ræða. FLÆKIN GSFU GLAR Árlega koma hingað til lands nokkrar tegundir fugla, sem ekki geta talizt til íslenzku fuglafánunnar. Þeir hafa yfirleitt ver- ið nefndir flækings- eða flökkufuglar, en mér hefði nú þótt við- kunnanlegra að kalla þá farandfugla í líkingu við farandsala og farandprédikara. Fæstir þessara fugla eru árvissir gestir. Þó mun láta nærri, að svo sé nú á annan áratug um stara, gráþröst og svartþröst. En bæði stari og gráþröstur hafa orpið hér á landi í nokkur ár. Hefur varp starans aukizt svo mjög að rétt mun að kalla hann hérlendan varpfugl, þar sem allstór hópur hans dvelst hér allan veturinn. Lítt er það rannsakað, hvort það eru sömu fuglarnir og þeir sem verpa hér. Sé svo, væri um staðfugl að ræða. Af farandfuglum eru smáfuglar algengastir og sjást helzt vor og haust og þó einkum á haustin. Þetta er þó mjög breytilegt og ræður mestu um, hvernig viðrar, sérstaklega fyrri hluta október. Það hefur sannazt, að hreppi fuglar hvassviðri á leið sinni frá Noregi til Vestur-Evrópu, eiga þeir það til að hrekjast af leið og lenda þá stundum á fslandi. Aldrei hefur fengizt eins góð sönnun fyrir þessu fyrirbæri og haustið 1959. Þá gerði tvö suð- austan stórviðri á Norðursjó og gætti þeirra að ströndum fs- lands. Eftir bæði þessi veður varð hér á landi vart við óvenju mikinn smáfuglasveim, svo að með réttu hefði mátt nefna það farandfuglahaustið mikla. Þetta haust varð ég var við 12 tegundir smárra farandfugla. Er það allnokkuð, en þó lítið móti því, sem sást í Öræfum það haust. Hef ég fyrir satt að þeir Kvískerja- bræður hafi orðið varir við yfir 30 tegundir flækinga á sama tíma. Alloft hafa flækingar, sem komið hafa hér til lands að vorinu, borið það við að hreiðra sig hér, en gengið misjafnlega. Ég hef áður minnzt landsvölunnar og krossnefsins, sem hreiðruðu sig í Vík með góðum árangri. Þá hef ég og sterkan grun um að Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.