Goðasteinn - 01.03.1968, Page 18

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 18
fjallafinka hafi í tvö skipti hreiðrað sig og komið fram ungum. hér í Deildarárgili. Of langt mál yrði að telja upp alla flökku- fugla, sem hér hefur orðið vart við, enda slíkar skýrslur aðeins fyrir áhugamenn. En ekki get ég stillt mig um að geta tveggja mjög fáséðra fugla hér á norðurhjara heims. Hinn 24. maí 1959 sá ég fugl á túninu hjá mér, mjög litfagran. En daginn eftir fékk ég greið' svör við því, hver fuglinn var, þar sem dr. Finnur Guðmunds- son kom til mín, og var fuglinn þá enn skammt undan. Þetta var sem sé rósastari eða sturnus roseus. Hefur hann lítt sézt hér á landi, enda langt að kominn, því að aðalheimkynni hans eru á steppum Suður-Rússlands. Hinum fuglinum náði ég ári síðar, 21. maí. Reyndist það vera skopugla eða olus skops, ein minnsta uglutegund og vart stærri en skógarþröstur. Hún á aðallega heima við Miðjarðarhaf frá Spáni til Grikklands. Ekki veit ég nema um einn fugl af teg- undinni, sem áður hefur sézt hér á landi, og var það í Vest- mannaeyjum fyrir mörgum árum. Þetta tel ég eiginlega mcrkustu flökkufuglana, sem ég hef orðið var við hér um slóðir, sérstak- lega fyrir það hvað langt þeir voru að komnir. Mjög væri það æskilegt, ef menn finna t. d. dauða fugla, sem þeir ekki þekkja og geta ekki fengið þá tegundargreinda í ná- grenni sínu, að gera sér að reglu að senda þá til náttúrufræði- deildar Náttúrugripasafnsins í Reykjavík. Fyrir fræðimenn er það' ekki svo lítill akkur að fá heimildir um sem flesta flökkufugla, cr til landsins koma. ÁHRIF LANDÞURRKUNAR Á FUGLALÍF Allir þeir náttúruskoðarar, sem áhuga hafa á fuglalífi íslands, hafa veitt því athygli að á vissum svæðum hefur fuglalíf tekið1 miklum breytingum síðari árin og mest á þann veg að sums staðar hafa tegundir, er mikið var af, svo að segja horfið. Flest- um er nú orðið ljóst, hvað víðast veldur þessum miklu breyt- ingum, en það er stóraukin landþurrkun og ræktun og þar með meiri umferð um svæðin. Sérstaklega á þetta við um fugla, er 16 Goðasteinn■

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.