Goðasteinn - 01.03.1968, Page 19

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 19
mikið héldu sig í blautum mýrum. Er nú jafnvel svo komið, að ýmsir náttúruverndarmenn hafa áhyggjur út af því, að vissar tegundir geti að mestu eða öllu orðið hér útdauðar, nema tekið verði í taumana í tíma. Þannig er t. d. keldusvínið að verða svo fáséð, að því er að verða hætta búin, en kjörlendi þess eru staraflóð og svaðblautar mýrar. Allvíða, þar sem það var algeng- ur fugl, áður en framræsla hófst að marki, er það nú að fullu horfið. Mun það vart að finna nú svo nokkru nemi annars stað- ar en við Steinsmýrarflóðin í Meðallandi og ef til vill er það enn til syðst í mýrunum í Mið-Mýrdalnum. Dreg ég það þó í efa, því að ekki hefur mér tekizt að sjá það hér síðustu árin. Ekki veit ég, hvort almenningur hefur veitt þessum breyt- ingum athygli og ýmsum mun finnast lítt um, þótt eitthvað af vaðfuglum hverfi úr fuglalífinu, en samt er það nú svo, að þá er landið að nokkru fátækara eftir. Ég hef lítillega getið þessa þáttar í fuglalífi lands okkar til að vekja athygli þeirra manna á málinu, er síður vildu, að fuglategundir hyrfu úr byggðarlagi þeirra. Bið ég þá menn að taka til athugunar, hvort ekki væri skaðlítið að láta óhreyfð viss svæði í mýrunum, þar sem land- þurrkun á sér stað. Slík náttúruvernd hefði ómetanlegt gildi fyrir allt fuglalíf. í allri umgengni okkar við náttúruna verðum við að hafa í huga að land okkar er fátækt, miðað við flest önnur lönd, bæði um dýralíf og jurtagróður. Sérhver röskun á jafnvægi í náttúr- unni getur valdið því, að landið verði enn fátækara. Því ættum við að stuðla að því frekar en hitt að vernda þetta jafnvægi og styrkja. Fuglarnir hafa átt og eiga mikil ítök í hugum okkar flestra, svo að jafnvel sum góðskáldin okkar hafa helgað þeim sín fegurstu ljóð. Því eru þeir ekki síztir þess, sem vernda ber í náttúru lands okkar. Skrifað á veturnóttum 1967. Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.