Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 23

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 23
Nú færðist gráturinn í aukana. Ég heyrði, að Villi lét sögina nokkuð harkalega frá sér, svo það söng í henni. Og svo fóru þeir pabbi og Villi að athuga og virða fyrir sér þessa spýtu. Báðir ánægðir, heyrði ég. „Það er gott í þessum töflum,“ heyrði ég Villa segja. Pabbi sagði ekkert. Og svo labbaði pabbi fram á gólfið og út. Amma var hætt að spinna og líka gengin ofan. Ég stundi og grét, ég var búin að fá ekka. Skyldi nokkur eiga eins bágt og ég? En nú var pabbi kominn aftur og gekk rakleitt til Villa. Þá heyrði ég Villa segja: „Hver er að gráta?“ „Gráta, er nokkur að gráta?“ anzaði pabbi. Nú mjakaði ég mér enn betur niður í rúmið og breiddi alveg yfir mig. „Jú víst er það einhver," sagði Villi, og ég fann bláu, björtu augun hans skima um baðstofuna. Og nú hafði hann geng- ið á hljóðið, og áður en mig varði, hafði hann lyft sænginni ofan af mér. „Ásta, er þú að gráta?“ Það var undrun í spurningunni. En ég grúfði mig fast ofan í koddann, snökti og hafði harðan ekka. „Ert það þú, Adda mín, sem ert að skæla? Þú ert orðin svo stór stelpa.“ Þetta sagði pabbi í ávítunarróm, og ég heyrði að hann var bæði hissa og argur. „Látum hana jafna sig,“ bætti pabbi við. „Það er bezt að skipta sér sem minnst af krökkum, þegar þau láta svona. Þetta eru venjulega keipar, sem venjast smám saman af þeim.“ Og nú gekk pabbi út. Ég vissi, að hann var úrillur, hálf- vondur var ég hrædd um, þar sem ég, elzta barnið hans, lét svona keipa eftir mér. En Villa var öðruvísi farið. Hann gat ekkert aumt séð, án þess sjálfur að líða. Hann vildi því ævinlega vita, hvað var að, ekki sízt hjá okkur systkinunum, ef hann gat bætt úr því, sem á bjátaði. Hjarta þessa góða frænda míns var næmt fyrir öllu böli. Eins fús- lega tók hann líka þátt í gleðinni, þar sem hún var á ferð. Ég á nokkrar minningar um hann himinglaðan. En nú var Villi allt annað en ánægður. „Af hverju ertu að gráta, Ásta mín?“ spurði hann. Ég anzaði Villa engu, bara grét eins og ég framast gat. Þá tók Villi mig upp úr rúminu og settist á það með mig á hnjám sér. Hann vafði mig í sinn sterka, hlýja faðm og spurði: „Hvað hefur komið fyrir?" Ég þagði. „Af hverju crtu svona hrygg?“ Goðasteinn 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.