Goðasteinn - 01.03.1968, Page 26

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 26
Jón R. Hjálmarsson: Gutenberg og prentlistin Snemma á þessu ári, eða nánar til tekið hinn 3. febrúar, var þess minnzt víða um heim, að þá voru liðin nákvæmlega fimm hundruð ár frá andláti Jóhanns Gutenbergs, þess hugvitssama manns, sem með uppfinningu prentlistarinnar gerði bækur að almenningseign ■og vann þar með menntun og menningu allri ómetanlegt gagn. í fornöld og langt fram eftir miðöldum voru aðeins til skrifaðar bækur í orðsins fyllstu merkingu. íslenzku handritin, sem mjög hafa verið til umræðu á seinni árum og við vonumst til að fá að varðveita sjálfir hér í eigin landi, cru góð dæmi um þess háttar ,,skrifaðar“ bækur. Meðan hvert eintak bókar var þannig hand- skrifað, fór ekki hjá því, að bækur væru næsta sjaldgæfar og verð þeirra ótrúlega hátt miðað við það, sem tíðkast nú á dögum. í hin- um fornu menningarríkjum Grikkja og Rómverja voru bækur þó allmiklu almennari en síðar varð og verði þeirra nokkuð í hóf stillt. Bókagerðarmenn fornaldarinnar höfðu nefnilega í þjónustu -sinni fjölda þræla, sem voru sérstaklega þjálfaðir í að skrifa. Þeir voru settir til starfa mjög margir saman í stórum salarkynnum. Þar las einn fyrir, en allir hinir skrifuðu jafnharðan niður. Þannig mátti fá í einu mörg eintök af sömu bókinni án mikils tilkostnaðar, því að vinnukraftur þrælanna var mjög ódýr. M Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.