Goðasteinn - 01.03.1968, Page 39

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 39
miklu lcngur burtu en ráð var fyrir gert og eins vel var hægt að gera ráð fyrir, að mér hefði orðið eitthvað að meini. Friðriki batnaði. Átti hann eftir að afreka mikið og ekki enn af baki dottinn við störf. Ekki fylgdi ég Jóni Hjaltalín oftar í ferðum, en mörgum árum síðar hitti ég hann í Reykjavík. Minntist hann þá þessarar sam- fylgdar og taldi, að hann hefði aldrei lagt í jafn mikla tvísýnu og ferðina yfir Djúpós í foraðsvexti og því þreyfandi myrkri, er þá var. Margar ferðir, ekki óiíkar þessari, fór ég og aðrir, meðan vötn- in hér voru í algleymingi og varð ekki undan komizt. Hesturinn, scm ég reið á yfir ósinn, var frá Búð, ég þekkti bezt tökin á hon- um í vatninu, en reiðhestur minn frá Ægisíðu fram að Djúpós, var moldóttur stólpagripur frá Sveinbirni í Dísukoti. Þessu svipaðar voru margar læknisvitjanir úr Þykkvabæ á þeim árum, sem vötnin voru til trafala, en í þeim skapaðist góð kynning milli læknisins og fylgdarmannsins og varð oft að ævinlangri vin- áttu. Björg frá Ásólfsskála: Man ég Man ég margan dýrðardag í dölum blárra fjalla, bjartra linda Ijóðaval, lamb í brekkuhalla. Man ég blæ með blíðum óm blaka vorlaufinu, þar sem ljúfust lautarblóm ljóma í sólskininu. Frá sumrinu igój Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.