Goðasteinn - 01.03.1968, Page 45

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 45
að fara að sækja okkur en Jón sagði: „Ekki var að yggja lagið,“ og var gert gaman að þessari sjóferð. Einn af heimilisfólkinu í Hrólfsskála hét Gísli, ættaður af Kjalarnesinu. Hann var í fjósinu og hugsaði um kýrnar og hesta, sem voru á gjöf. Hann las tölu- vert bækur og safnaði blöðunum, geymdi þau undir sænginni í rúmi sínu. Hann kenndi mér vísu sem hann gerði um sjálfan sig. Vísan er svona: Einstakt nettmenni er hann Gísli, oftast Hrólfsskála kenndur við, þó hann misjöfnu sé í sýsli samt er fegurð hans augnamið. Hann er greindur og góður karl en gefinn þó fyrir heimsins brall. Ég var látinn fara suður eftir lokin með vagn að kaupa fisk og grásleppu af Pétri í Hrólfsskála. Þá gefur Guðlaug húsmóðir mín mér tvær hænur og einn hana og átti ég að gefa mömmu minni hænsnin og gerði ég það. Það voru víst fyrstu hænsnin sem hún cignaðist í sínum búskap. Næstu vertíð var ég í Lindarbæ hjá Ólafi hreppstjóra og Margréti Þórðardóttur. Næstu vertíð þar á eftir fór ég óráðinn með Einari Gíslasyni frá Húsum suður í Garð, og réði Einar mig sem háseta hjá Pétri Jónssyni, sem var formaður hjá Milljónafélaginu, sem Thor Jensen var kenndur við. Þar var ég í sex vertíðir, alltaf hjá Pétri. Líka var ég eitt sumar við barnaskólabyggingu í Garðinum og annað í Leirunni og fór ekki heim fyrr en um haustið. Það var á þeim árum sem ég reri í Garðinum hjá Pétri, að byggja átti þar barnaskóla. Átti sá skóli að vera tvær kennslustof- ur. Annan skóla átti að byggja í Leirunni, og átti hann að vera ein kcnnslustofa, og ætlar Guðmundur Þórðarson, oddviti og kaup- maður í Garðinum, að taka að sér verkin upp á samning. Minnir mig, að samningurinn hafi verið tvö til þrjú þúsund krónur fyrir báða skólana. Þá kemur Pétur formaður minn upp með það við mig, hvort ég mundi ekki vilja komast í vinnu hjá Guðmundi yfir sumarið og vinna við skólann. Ég skrifaði hcim og bað um leyfi Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.