Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 47

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 47
Guðjón hefur góðan kjaft að gadda kexið harða. Verri engan veit ég raft vera ofan jarða. Það bar við vorið 1905, um sauðburðinn, að Sigurður Jósepsson* bóndi í vesturbænum á Berustöðum, kom til okkar austur í bæ og sagði okkur, að faðir sinn Jósep á Ásmundarstöðum væri mikið' veikur og taldi, að það mundi vera lungnabólga sem að honum gcngi. Sigurður var þar til hjálpar. Jósep dó eftir þrjá daga, að mig: minnir. Strax og Jósep var dáinn, lagðist Sigurður í vesturbænum, og man ég, að ég var sendur um miðja nótt út að Sandhólaferju til þess að biðja bróður hans að fara austur að Stórólfshvoli að ná. í lækninn, Ólaf Guðmundsson, og brá hann fljótt við. Kom hann með lækninn, en hann gat ekki bjargað lífi Sigurðar, og var hann líka látinn eftir þrjá daga. Voru þeir jarðaðir báðir sama daginn í Ási. En það var ckki allt búið, því nú lagðist Jón Þórðarson,. tengdafaðir Sigurðar í Vesturbænum, og dó eftir fáa daga. Er þá eftir vinnumaður í vesturbænum, sem Magnús hét. Verður hann mikið veikur og deyr næstu daga. Voru þeir báðir jarðaðir sama dag í Kálfholtskirkjugarði. Þetta mun hafa skcð á rúmum mán- uði og þótti mikil blóðtaka, sem eðlilegt var. Þarna í vesturbæn- um var höggvið stórt skarð, og voru ekki eftir á heimilinu nema börn Jóns heitins, tvær dætur og einn sonur, scm Kristján hét. Hann fór til Rcykjavíkur 1898 og lærði þar trésmíði, mætur maður og, góður smiður, dáinn fyrir tveim árum. Á meðan þessi veikindi gengu yfir, var það einn maður, sem kom í vesturbæinn á hverj- um degi, Þorsteinn Jónsson í Meiritungu, dáinn fyrir mörgum ár- um. Hann var ætíð þar kominn, sem þurfti að hjúkra og hjálpa. Nú var búið að láta Magnús, síðasta manninn sem dó, í kistuna, og var þá enginn maður eftir til að vinna verkin. Það þurfti að fara út að Stokkseyri til þess að sækja vörur fyrir heimilið, og. tók Þorstcinn í Meiri-Tungu það að sér. Fékk hann mig með sér,. og fórum við með þrjá vagna. Komumst við út að Stokkseyri um kvöldið. Næsta morgun tók hann á vagnana og gekk frá þcim. Lét Goðasteinn 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.