Goðasteinn - 01.03.1968, Side 52

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 52
til hjálpar, en þeir fóru þegar húsið var fokhelt, og var ég einn úr því fram á haust. Seinna varð ég að fara á alla þessa bæi aftur, því að alls staðar var eitthvað ógert. Var ég að því fram að jólum. Eftir jólin fór ég að Geldingalæk, til Einars Jónssonar trésmíða- meistara. Var hann að byggja stórt og vandað hús. Er ég hjá honum fram á vor. Þá kemur Steinþór smiður að máli við mig og segir við mig, að ég eigi að fara fram á að fá að smíða sveinsstykki hjá Einari. Síðan tala ég við Einar og tók hann þessu vel og er hann meistari minn en Sigurþór Ólafsson og Hjörtur Oddsson próf- dómarar. Þetta gerðist 15. apríl 1913. Nú fór ég að verða heldur mannalegur, með sveinsbréfið í vasanum og tvo til reiðar. Framhald — □ — Dómar um kirkjugöngur Séra Isleifur Gíslason í Kirkjubæ á Rangárvöllum skírði barn hjá Páii Jónssyni í Svínhaga. Aðkomufólk var við skírnina. Ljósmóðir- in, Guðrún Halldórsdóttir á Reyðarvatni, var þar að venju. Eft- ir skírnina hófst létt hjal. Tók sr. ísleifur þá að lýsa því af hvaða hvötum menn sæktu kirkju sína. Komst hann að orði á þessa leið: „Bændurnir koma til að bera saman, hvað þeir séu búnir að heyja, konurnar til að bera saman, hvað þær séu búnar að safna af ost- um og sméri og piltarnir til að skoða stúlkurnar." Rak Guðrún ljósmóðir þá höfuðið fram fyrir milligerðina milli rúmanna og bætti við: „Og prestarnir til að líta eftir tekjunum." Ekki urðu lengri ræður um þetta efni. Sögn Böðvars Böðvarssonar á Voðmúlastöðum. 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.