Goðasteinn - 01.03.1968, Page 53

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 53
Vilhjálmur Ólafsson frá Hvammi: Hlið milli hríða Veturinn 1907 þurftum við tveir félagar, ég sem þetta rita, og Stef- án Jónsson frá Hellum í Landsveit, að komast suður til Reykja- víkur í atvinnuleit á vertíðinni. Ekki var þá um annað að tala en að ferðast fótgangandi, hvernig sem viðraði. Nú hittist svo á, að hin mesta ótíð hafði staðið yfir, snjóakaf °g harðindi og stundum blotar og umhleypingar, en ekki þýddi að setja það fyrir sig. Við ákváðum að leggja af stað viku af góu, ef veður leyfði, og fréttist það um sveitina. 1 Lunansholti í Land- sveit var þá aldraður vinnumaður, Bjarni Björnsson, sem þurfti að komast suður; vanur að stunda eyrarvinnu í Reykjavík á ver- tíðum. Bjarni gamli kom nú að máli við okkur Stefán og grátbað okkur um að leyfa sér að fylgjast með okkur til Reykjavíkur. Þetta lagðist afar illa í okkur Stefán; álitum Bjarna ekki færan um að fara þessa leið fótgangandi í slíkri færð og þeim veðraham, sem þá var. Hann var alla tíð þungfær göngumaður og nú kominn á cfri ár, slitinn af erfiði. Þó varð það úr, að hann yrði samferða. Nú var lagt af stað á tilsettum tíma, viku af góu, í allgóðu veðri. Við vorum reiddir út á Kambsheiði í Holtum. Þar stigum við af hestunum og tókum byrðar okkar á bakið, sem vógu 40 pund hjá hverjum. Það var fatnaður til vertíðarinnar og viku nesti, því tnaður gat orðið veðurtepptur heila daga, ef illa viðraði. Þá voru peningar af skornum skammti, og allt varð að spara. Goðasteinn 5i

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.