Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 54

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 54
Nú lögðum við land undir fót; snjórinn í kálfa og meira í lægð- um. Við náðum að Þjórsártúni um kvöldið, gistum þar og áttum góða nótt að vanda. Morguninn eftir, þegar við litum út, var kom- in slydduhríð af norðaustri. Við lögðum samt af stað og fengum þetta veður út að Ölfusá, en þá, um kl. 3, hvessir á norðan og hleypir í gaddi cg er óðar komin skarhríð. Við tókum samt poka okkar í Tryggvaskála og héldum sem leið liggur út Ölfus, út með Ingólfsfjalli. Þar var illstætt af roki. Er kom að Bakkaholtsá, stóð hún stífluð af krapi. Urðum við að vaða krapaelginn í mitt læri, yfir allar eyrar, og komum þannig verkaðir um kvöldið heim að Kotströnd í Ölfusi. Hjá Einari og Rannveigu var allt eins og að koma heim. Tvær, blessaðar stúlkur tóku við öllum sokkunum, rennandi blautum og fóru með þá fram, komu svo með stóran þvottabala inn í stofuna til okkar, svo við gætum undið nærbuxur og utanyfirbuxur. Síðan komu þær með prímus, og logaði á honum allt kvöldið hjá okkur. Að lokum komu þær með spil og spiluðu vist við okkur fram í vökulok. Við sváfum nú af um nóttina, og litum út um morguninn. Nú var hægveður, en mikið hafði drifið um nóttina. Hugðum við þó að leggja í kafið og spurðum fólkið á Kotströnd um færð á Hellis- heiði. Okkur var tjáð, að á heiðinni mundi vera umbrotaófærð og snjókoma þar uppi flesta daga, umferð þar lítil nema með hjálp Sigurðar á Kolviðarhóli. Þetta þótti okkur óglæsilegt útlit, en áfram vildum við brjótast ef þess væri nokkur kostur. Við kvöddum því fólkið og þökkuðum gistinguna og alla fyrir- höfn okkar vegna, því allt var þarna alúðlega í té látið; það er ætíð svo mikils virði. Nú var lagt af stað kl. 8, þriðja dag ferðar- innar. Snjóysjan var í sokkaband þegar á veginum. Köfuðum við áfram í trausti þess að fá braut eftir einhverja, er kæmu sunnan yfir, frá Kolviðarhóli, austur yfir heiði. Sú von brást, því þennan dag fór enginn austur yfir heiði. Vcðrið hélzt óbreytt, kyrrt og hlýtt en mikill bakki í suðri og svo langt sem séð varð til vesturs. Við vorum staddir í Kömbum, og nú fór Bjarni gamli að kvarta og henda af sér pokanum. Allir vorum við heitir og móðir af að kafa mjöllina, sem alltaf dýpkaði, eftir því sem ofar kom í Kamb- ana. Urðum við að fara að öllu mcð gát, svo við entumst betur, 52 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.