Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 56

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 56
syrti, og ckki fundum við Öxnaskarð og ekki fjöllin sitt hvorum megin við skarðið. Við höfðum hríðina ætíð á vinstri kinn og var farið að gruna, að vindstaðan hefði breytzt, færzt til vesturs og værum langtum of norðarlega til að finna skarðið. Settumst við því að í snjónum og hvíldum okkur lengi. Klukkan var langt gengin tíu, okkur þótti óvænlega horfa, illa til reika og kalt að húka þarna í snjónum. Við vorum augsýnilega villtir af leið en sáum ekki nema hríðina og gátum því ekki leiðrétt okkur eftir neinu. Þá gerðist það, að það lygnir snögglega og grisjar kófið og við sjáum rof, hátt í lofti og fjallshlíð skammt frá okkur. Við álitum þetta fjall fyrir vestan okkur. Eftir stuttan tíma var komið gott veður en dálítið frosthart. Við ræstum nú gamla manninn, en hann vildi bara lúra og hvílast. Þó brölti hann á fætur. Ég tók mína. byrði og Stefán sína, en Bjarni fylgdist með pokalaus. Við vórum allir orðnir kaldir og stirðir. Skarðið sáum við hvergi, hlíðin virt- ist samfelld norður og suður. Við töldum bezt að leita suður með hlíðinni. Eitthvað lýsti af tungli, og var því ekki mjög dimmt. Við pældum í ófærðinni lengi, unz við sáum skarð opnast rétt hjá okk- ur. Við héldum til hægri handar í skarðið, komum þar í brekku- brún, sáum niður og lituðumst um. Sáum við þá ljós í fjarlægð.. Þarna var hinn þráði Kolviðarhóll. Þá lofaði Bjarni guð háum rómi, og við unglingarnir tókum víst undir þá lofgjörð í það skipt- ið. Við vórum nú hressir í huga og skipti engu, þó við steyptum stömpum í brattanum niður af skarðinu. Eftir nokkurt þóf stóðum við á hlaðinu á Kolviðarhóli. Ég fleygði minni þungu byrði á stéttina. Klukkan var þá 11V2 að nóttu, og við vórum búnir að vera 15V2 klukkutíma frá Kotströnd. Hér var allt eins og að koma til foreldra sinna, maskínan kynt, utanyfirfötin þurrkuð og allt annað til reiðu og við látnir hátta niður í rúm og urðum víst fegnir hvíldinni. Rétt eftir við komum á Hólinn skall á með norðanhríð og hörkufrost, er stóð alla nótt- ina og fram á næsta dag. Það var fjórði dagur okkar að heiman. Við héldum þá áfram til Reykjavíkur, gerðum ráð fyrir betri færð, þegar kæmi að Lækjarbotnum, eins og varð. Við kvöddum þessi góðu hjón, Sigurð Daníelsson og Valgerði 54 Godasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.