Goðasteinn - 01.03.1968, Page 58
]ón R. Hjálmarsson:
/
Olafur Björnsson
héraðslæknir
Minning
Ólafur Björnsson, héraðslæknir að Hellu, andaðist eftir stutta sjúk-
dómslegu í Reykjavík að morgni föstudagsins 19. janúar 1968 og
var lagður til hinztu hvíldar þar syðra mánudaginn 29. sama mán-
aðar. Útförin fór fram frá Dómkirkjunni að viðstöddu miklu fjöl-
rnenni. Einkum var áberandi mikill fjöldi fólks úr byggðum Rangár-
þings, er kominn var um langan veg til að kveðja þenna ósérhlífna
og ástsæla lækni sinn og votta honum síðustu virðingu.
Við fráfall Ólafs Björnssonar á þjóðfélag okkar á bak að sjá
vel menntuðum, fjölhæfum og skylduræknum embættismanni og
Rangárþing miklum, d.uglegum og mannúðlegum lækni. Og allir,
sem þekktu hann, voru samferðamenn hans, félagar og vinir, eru
harmi lostnir við fráfall þessa gáfaða, þrekmikla og hugljúfa dreng-
skaparmanns, á bezta aidri. Við erum sannarlega fátækari eftir.
56
Goðasteinn