Goðasteinn - 01.03.1968, Page 60

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 60
lands á erlendum ráðstefnum. Einnig sat hann í stjórn þess félags- skapar öðru hverju. Síðustu árin starfaði hann mikið á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins að eftirliti með heilbrigðis- málum víða um lönd. Gerði hann víðreist þeirra erinda og var ný- kominn úr einum slíkum leiðangri, er hann féll frá. Hann bjó læknisstofu sína á Hellu hinum ágætustu tækjum og setti þar upp eins konar rannsóknarstofu. Kom það sér einkar vel, því að sífellt fékkst hann við sjálfstæðar rannsóknir tiltekinna sjúkdóma, t.d. heymæði, og varð vel ágengt. Vöktu þessi störf hans mikla og verðskuldaða athygli og fékk hann til þeirra styrk úr Vísindasjóði um árabil. Ólafur Björnsson kvæntist árið 1947 eftirlifandi konu sinni, Katrínu Elíasdóttur frá Reykjavík. Þau eignuðust fjögur mannvæn- leg börn, sem enn eru á æskualdri. Engum getum þarf þar að leiða, hvílíkur ógnarharmur er kveðinn að fjölskyldu Ólafs, er skyndilega var svo miklu svipt. Þeir sem álengdar standa, skynja aðeins brot þess harms, en finnst þó harla þungbær. Megi góður guð leggja líkn með þraut, ástvinum hans til trausts og huggunar. Ólafur Björnsson læknir er horfinn oss yfir móðuna miklu. Við minnumst hans með s'öknuði sem hins mikla, glaðværa og fórnfúsa starfsmanns. Við minnumst hans með söknuði sem hins trausta samferðamanns og góða félaga, sem alltaf var reiðubúinn til að m.iðla öðrum og láta gott af sér leiða. Við þökkum störf hans, hlýju, vinsemd og drengskap og árnum honum alls velfarnaðar á nýjum slóðum æðri tilveru. Minningin um Ólaf Björnsson mun lifa með okkur umvafin birtu og heiðríkju. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; en orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. 58 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.